Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 31. ágúst 2020 14:41
Magnús Már Einarsson
Sýnir hvernig Sara Björk stýrði úrslitaleiknum
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Getty Images
Leikgreindandinn öflugi Michael Cox hjá The Athletic fjallar í dag sérstaklega um spilamennskuna hjá Söru Björk Gunnarsdóttur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Lyon vann Wolfsburg 3-1 þar sem Sara skoraði síðasta markið í leiknum gegn gömlu félögunum. Cox velur Söru sem mann leiksins.

Cox gerir það að umfjöllunarefni sínu hvernig Sara fór af miðjunni í vörnina hægra megin þegar Lyon var í uppspili sínu. Við það gat hægri bakvörðurinn Lucy Bronze farið framar á völlinn.

Fyrsta mark Lyon í leiknum byrjaði einmitt á uppspili þar sem Sara fór neðar á völlinn og byrjaði sóknina.

„Þó að Wolfsburg hafi vitað allt um það hversu hættuleg Gunnarsdóttir er þá höfðu þær engar lausnir. Þetta var stórkostleg frammistaða," sagði Cox í greininni sinni.

„Gunnarsdóttir fór neðar á völlinn til að gefa Lyon stjórn í leiknum. Hún fór til hliðar til að riðla skipulagi Wolfsburg og stakk sér líka inn fyrir vörnina til að ógna markinu."

„Hún var alltaf að fara að vera í sviðsljósinu út af óvenjulegri stöðu hennar en aðalsagan hér er einföld - Gunnarsdóttir skaraði fram úr í leiknum."


Smelltu hér til að lesa greinina í heild
Athugasemdir
banner
banner