Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: 18 ára Volpato kom inn og kláraði Verona
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Verona 1 - 3 Roma
1-0 Pawel Dawidowicz ('27)
1-1 Nicoló Zaniolo ('45)
1-2 Cristian Volpato ('88)
1-3 Stephan El Shaarawy ('92)
Rautt spjald: Pawel Dawidowicz, Verona ('36)


Verona og Roma áttust við í fyrri leik kvöldsins í Serie A deildinni á Ítalíu og tóku heimamenn forystuna eftir góða byrjun á leiknum.

Peter Dawidowicz kom Verona yfir á 27. mínútu en fékk svo beint rautt spjald níu mínútum síðar fyrir að fara með sólann í hnéð á Nicoló Zaniolo.

Zaniolo jafnaði með fyrstu marktilraun Roma sem hæfði markrammann undir lok fyrri hálfleiks og voru Rómverjar algjörlega við stjórn í síðari hálfleik.

Boltinn rataði þó ekki í netið fyrr en undir lokin þegar 18 ára varamaður, Cristian Volpato, lét til sín taka. Hann kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp í 1-3 sigri Roma.

Roma er í fjórða sæti eftir sigurinn, með 25 stig úr 12 umferðum. Sjö stigum eftir toppliði Napoli. Verona er aftur á móti meðal botnliða deildarinnar og á aðeins fimm stig eftir sjö tapleiki í röð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner