Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. desember 2019 21:00
Brynjar Ingi Erluson
„Alexander-Arnold er eins og Beckham og Gerrard"
Trent Alexander-Arnold hefur átt magnað ár
Trent Alexander-Arnold hefur átt magnað ár
Mynd: Getty Images
„Hann getur sent boltann eins og Beckham, Scholes og Gerrard. Hann er með ótrúlega sýn og hæfileika til þess að koma boltanum nákvæmlega þangað sem hann á að fara," segir Glenn Hoddle, sparkspekingur og fyrrum þjálfari enska landsliðsins um Trent Alexander-Arnold, leikmann Liverpool.

Alexander-Arnold hefur átt frábær ár með Liverpool en hann vann Meistaradeildina með liðinu í byrjun júní og hefur þá átt frábæra byrjun á leiktíðinni sem er hálfnuð.

Hann hefur spilað 28 leiki á leiktíðinni, skorað tvö mörk og lagt upp tíu í bakverðinum.

Það hefur oft verið talað um hæfileika hans en stíllinn hans minnir óneitanlega mikið á David Beckham.

„Það þarf ekki að kenna honum mikið. Það þarf bara að laga nokkra hluti hér og þar. Hann er með hæfileika sem miðjumenn hafa og getur sent boltann eins og hvaða miðjumaður sem er," sagði Hoddle.

„Það sem gerir honum auðveldara fyrir er að hann er ekki á miðjum vellinum. Þegar hann fær boltann þá er enginn á eftir honum í níu af tíu skiptum. Hann veit að það er engin pressa," sagði hann ennfremur um enska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner