Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. desember 2022 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Innkoma Rashford breytti öllu
Mynd: EPA

Wolves 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('76 )


Marcus Rashford var hetja Manchester United sem sigraði Wolves í fyrsta leik dagsins á síðasta degi ársins.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur en eftir rúman stundarfjórðung komst hinn ungi Alejandro Garnacho í frábært færi eftir vandræðagang í vörn Wolves en Jose Sa varði skotið frá honum glæsilega.

Antony var í upplögðu færi til að koma United yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Sa varði skallann hans úr markteignum.

Rashford byrjaði á bekknum þar sem hann var í agabanni en hann kom inn á sem varamaður strax í hálfleik.

Hann kom United yfir með laglegu marki eftir samleik við Bruno Fernandes þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Hann kom boltanum aftur í netið stuttu síðar en markið var dæmt af þar sem boltinn fór í höndina á honum.

David De Gea tryggði United stigin þrjú þegar hann varði skalla frá Raul Jimenez í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner