KDA KDA
 
Tryggvi Ţór Kristjánsson
Tryggvi Ţór Kristjánsson
miđ 09.okt 2019 08:00 Tryggvi Ţór Kristjánsson
Hređjar, Eđvarđ Elsku Ed,
Ég held ađ ţú sért vćnsti piltur. Ég held líka ađ ţú sért fagmađur á ţínu sviđi; fjárhagslega hliđin hjá Manchester United ber ţess augljós merki. Ţađ vćri ósanngjarnt ađ meta heildar frammistöđu ţína í starfi eftir stöđu liđsins okkar í deildinni í dag, enda er ţađ ekki endilega ţađ sem ţínir yfirmenn horfa á. Ég gef mér ţađ ađ ţú sért ekki yfir ţađ hafin ađ lesa blöđ, samfélagsmiđla og allt skvaldriđ sem núna flćđir um allt og finnir ţessvegna pressuna sem nú er á ţér og örugglega öllum starfsmönnum klúbbsins. Menn horfa til ţín; sumir til ađ kenna ţér um allt veseniđ og sumir vegna ţess ađ ţú hefur vald til ađ kenna stjóranum um og segja upp samningi hans. En, ég er hér til ađ segja ţér ađ ţađ eru ekki allir stuđningsmenn United sem hugsa svona. Ég er hér til ađ biđja ţig um ađ anda međ nefinu. Nú er ekki tíminn til ađ láta undan pressunni og toga í gikkinn, sem ég ţykist vita ađ vísifingurinn dregst nú hćgt og rólega ađ. Elsku Ed, ekki fara á taugum. Meira »
miđ 23.apr 2014 15:15 Tryggvi Ţór Kristjánsson
Trúđaskóli Glazer og kó Kannski ég byrji ţennan pistil á ţessu: Ţađ var kolrangt hjá Manchester United ađ reka David Moyes. Já, ég sagđi ţađ. Međ ţessum gjörning hefur Glazer fjölskyldan opinberađ sig fyrir nákvćmlega ţađ sem hún er – kaupsýslumenn međ engan skilning á íţróttinni. Reyndar miđađ viđ umrćđuna í kringum Moyes í vetur ţá kemur ţetta kannski ekki á óvart, en ég átti nú von á ađ eigendurnir hefđu kúlur í ţetta. Ţess í stađ falla ţeir viđ fyrstu hindrun. Meira »