Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 09. október 2019 08:00
Tryggvi Þór Kristjánsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hreðjar, Eðvarð
Tryggvi Þór Kristjánsson
Tryggvi Þór Kristjánsson
Ég er hér til að biðja þig um að anda með nefinu. Nú er ekki tíminn til að láta undan pressunni og toga í gikkinn, sem ég þykist vita að vísifingurinn dregst nú hægt og rólega að. Elsku Ed, ekki fara á taugum.
Ég er hér til að biðja þig um að anda með nefinu. Nú er ekki tíminn til að láta undan pressunni og toga í gikkinn, sem ég þykist vita að vísifingurinn dregst nú hægt og rólega að. Elsku Ed, ekki fara á taugum.
Mynd: Getty Images
Eða þú getur hallað þér aftur í stólinn, sýnt eigendunum rekstrarreikninginn (kannski síður efnahagsreikninginn) og rétt þeim reseft með eftirfarandi texta: One Chill-pill. Innleyst í næstu áfengisverslun.
Eða þú getur hallað þér aftur í stólinn, sýnt eigendunum rekstrarreikninginn (kannski síður efnahagsreikninginn) og rétt þeim reseft með eftirfarandi texta: One Chill-pill. Innleyst í næstu áfengisverslun.
Mynd: Getty Images
Ole er nútíma leiðtogi og hefur ekki stigið feilspor hingað til. Hann er að ganga í verkin sem þurfti að vinna, moka flórinn og hreinsa til.
Ole er nútíma leiðtogi og hefur ekki stigið feilspor hingað til. Hann er að ganga í verkin sem þurfti að vinna, moka flórinn og hreinsa til.
Mynd: Getty Images
Ég biðla því til þín Ed um að taka því rólega, taka fingurinn af gikknum og reyna að róa með í rétta átt frekar en að láta þessa háværu Þórðargleði hafa áhrif á þig
Ég biðla því til þín Ed um að taka því rólega, taka fingurinn af gikknum og reyna að róa með í rétta átt frekar en að láta þessa háværu Þórðargleði hafa áhrif á þig
Mynd: Getty Images
Með því að ráð Ole sýndirðu að þú veist um hvað nútíma forysta snýst, nú þarftu að fylgja sannfæringunni. Cojones, Ed.
Með því að ráð Ole sýndirðu að þú veist um hvað nútíma forysta snýst, nú þarftu að fylgja sannfæringunni. Cojones, Ed.
Mynd: Getty Images
Elsku Ed,
Ég held að þú sért vænsti piltur. Ég held líka að þú sért fagmaður á þínu sviði; fjárhagslega hliðin hjá Manchester United ber þess augljós merki. Það væri ósanngjarnt að meta heildar frammistöðu þína í starfi eftir stöðu liðsins okkar í deildinni í dag, enda er það ekki endilega það sem þínir yfirmenn horfa á. Ég gef mér það að þú sért ekki yfir það hafin að lesa blöð, samfélagsmiðla og allt skvaldrið sem núna flæðir um allt og finnir þessvegna pressuna sem nú er á þér og örugglega öllum starfsmönnum klúbbsins. Menn horfa til þín; sumir til að kenna þér um allt vesenið og sumir vegna þess að þú hefur vald til að kenna stjóranum um og segja upp samningi hans. En, ég er hér til að segja þér að það eru ekki allir stuðningsmenn United sem hugsa svona. Ég er hér til að biðja þig um að anda með nefinu. Nú er ekki tíminn til að láta undan pressunni og toga í gikkinn, sem ég þykist vita að vísifingurinn dregst nú hægt og rólega að. Elsku Ed, ekki fara á taugum.

Ég sting niður penna núna vegna þess að sagan er ekki með þér þegar kemur að ákvörðunum sem þessum. Það er óþarfi að reka þá sögu hér, en ég skil þessi tvö nöfn eftir hér til að þú skiljir nákvæmlega hvað ég er að tala um: Mourinho, Sanches. Auðvitað hræða sporin, ég get ekki neitað því. Samt get ég ekki annað en verið vongóður um að þú og eigendurnir hafir lært af reynslunni af röngum ráðningum á röngum tímum, hræðilega vitlausum leikmannaviðskiptum og fleira í þessum dúr. Allt þetta ber keim af þessari skammtímahugsun sem hefur verið við lýði núna í 6 ár og hefur rækilega sannast að virkar ekki. Staðan á okkar liði í dag er bein afleiðing stjórnunar og viðskipta síðustu ára.

Ólíkt mörgum þá hlakka ég til að sjá United spila þessa dagana. Ég horfði á Newcastle leikinn eins og ég horfði á leiki í gamla daga, á sætisbrúninni. Ég held að það sé vegna þess að núna á ég smá í liðinu, ungir menn eru að fá tækifæri og loksins voru keyptir inn réttir leikmenn í sumar. Mér finnst ég hafa fengið liðið mitt aftur, því síðustu ár hef ég að mestu hætt að horfa á leiki. Tveir steinaldarstjórar í röð og hvergi vonarglæta á sjóndeildarhringnum. En það urðu vatnaskil þegar Ole var ráðinn. Ole er nútíma leiðtogi og hefur ekki stigið feilspor hingað til. Hann er að ganga í verkin sem þurfti að vinna, moka flórinn og hreinsa til. Auðvitað vitum við báðir Ed að það vantar að minnsta kosti tvo elítuspilara í hópinn, en það er auðvitað ekki Ole að kenna, er það? Hann er ennþá að burðast með slappa leikmenn þegar einhver af fyrstu 11 detta út og það er eitthvað sem við verðum að horfast í augu við saman. Mig grunar að planið hafi verið að kaupa backup senter í sumar, plús elítuspilara framarlega á miðsvæðið, eins og Eriksen. Ég skil alveg Ed að stundum er ekki hægt að borga bara uppsett verð, við verðum gera eins og Daniel Levy og kenna markaðnum að við getum líka labbað frá dílum. Græjum við þetta samt ekki eitthvað í janúar?

Eftir sem áður þá örvænti ég ekki. Mig grunar að þó svo að staðan sé slæm núna þá getur hún ennþá versnað áður en hún batnar. Allt þetta veltur svolítið á þér. Þú getur kippt í gikkinn og gert það sem hingað til hefur verið talin lausn: Að reka stjórann. Eða þú getur hallað þér aftur í stólinn, sýnt eigendunum rekstrarreikninginn (kannski síður efnahagsreikninginn) og rétt þeim reseft með eftirfarandi texta: One Chill-pill. Innleyst í næstu áfengisverslun.

En veistu, ég geri ekki lítið úr þeirri pressu sem er á þér minn kæri. Það er til fullt af fólki sem raunverulega telur að lausnin sé að reka Ole Gunnar Solskjaer eftir átta deildarleiki. Æ kid jú not. Þetta er sama fólk og hefði rekið Alex Ferguson árið 1989 og hefði fagnað brottrekstri hans frá St. Mirren árið 1978. Þetta fólk fagnaði komu Alaxis Sanches til United og skildi ekki að Wayne Rooney var dragbítur á klúbbnum okkar í 3 ár áður en hann fór. Þetta er týpan sem skildi aldrei af hverju Darren Fletcher var United leikmaður. Þetta fólk (og margir álistgjafar, Paul Ince er sérlega átakanlegt dæmi) heldur að alvöru árangur í fótbolta komi um leið, rétt si svona, frekar en með mikilli vinnu yfir langan tíma. Það halda eflaust margir að lið Sir Alex hafi aldrei spilað illa, en trúðu mér það voru margir stinkerar spilaðir í gegnum árin. Staðreyndin er að þjálfarar (eins og aðrir stjórnendur) þurfa tíma og stuðning til að ná góðum árangri. Af öllum stöðum er erfiðast að implementa þetta í fótbolta, þar sem allt þarf að gera NÚ-fokkin-NA. Stjórar sem hafa sannað sig áður verða ekki slæmir stjórar með nokkrum úrslitum. Stundum erum menn kannski skildir eftir í fortíðinni (eins og nýleg nærtæk dæmi sanna) en stundum ganga menn bara inn á sprengjusvæði. Hvernig ætli staðan væri hjá okkur í dag ef David Moyes hefði verið gefinn tími og fjármunir sem þurfti á þeim tíma? Hmm, Ed? Halda menn kannski að staðan væri eins í dag ef stjórinn hefði verið studdur á sínum tíma, eins mikið og hann átti í erfiðleikum til að byrja með?

Þetta er spurning um að sjá skóginn fyrir trjánum. Vinnan við að koma klúbbnum á réttan kjöl er hafin fyrir alvöru og það virkilega gleður mig. Að sjá Alexis og Lukaku farna er stórkostlegt. Að sjá leiðtoga keyptan í vörnina er frábært. Að sjá ungu menninna fá tækifæri fær mig til að hlakka til leikjanna. Að sjá nútíma leiðtoga í brúnni fyllir mig stolti; mann sem er ekki í stanslausu stríði við alla og í never-ending fýlu, mann sem fær fólk með sér og kann að koma fram. Greindan mann með framtíðarsýn. Þetta er það sem þarf, þetta og þolinmæði. Veistu, ég gæti jafnvel hugsað mér að kaupa treyju núna í fyrsta skipti í 15 ár.

Ég biðla því til þín Ed um að taka því rólega, taka fingurinn af gikknum og reyna að róa með í rétta átt frekar en að láta þessa háværu Þórðargleði hafa áhrif á þig. Það er auðvelt að horfa á síðasta leik og svitna yfir spilamennskunni. Það er auðvelt að hlusta á hina og þessa álitsgjafa sem allir eru sammála eru um að þetta sé ekki nógu gott. Við vitum báðir að þetta er ekki nógu gott; auðvitað er þetta ekki nógu gott! En þetta mun batna. Það eru átta leikir búnir í deildinni, mikil meiðsli, ungur hópur og frekar veikur hópur ef við erum alveg heiðarlegir. Skilaboðin eru þessi: Það allra heimskulegasta sem hægt væri að gera núna væri að reka stjórann og fara aftur í sama skammsýna farið. Með því að ráð Ole sýndirðu að þú veist um hvað nútíma forysta snýst, nú þarftu að fylgja sannfæringunni. Cojones, Ed.

United kveðjur,
Tryggvi
Ps. Þú ert með númerið mitt. Ég tek ekkert aukalega fyrir frekari ráðgjöf.
Athugasemdir
banner