Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. ágúst 2010 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Torres vinsælasta treyjunafnið á Englandi 2. árið í röð
Torres er vinsælasta keppnistreyjan á Englandi annað árið í röð.
Torres er vinsælasta keppnistreyjan á Englandi annað árið í röð.
Mynd: Getty Images
Eftirnafn Fernando Torres er vinsælasta nafnið sem sett var aftan á keppnistreyjur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en þetta var annað ári í röð sem Torres var á toppnum. Steven Gerrard liðsfélagi hans hjá Liverpool kom í öðru sæti á listanum yfir tíu vinsælustu nöfnin sem SportingiD setti saman.

Wayne Rooney framherji Manchester United fór upp um eitt sæti og í þriðja sætið en þessar tölur byggja á treyjusölu jafnt innan Englands sem utan.

Cesc Fabregas og Arndrey Arshavin hjá Arsenal koma í fjórða og fimmta sæti en þar á eftir þeim Frank Lampard og Diderg Drogba hjá Chelsea. Nani hjá Manchester United og Dimitar Berbatov liðsfélagi hans misstu sæti sitt á topp tíu eins og Theo Walcott hjá Arsenal.

Cristiano Ronaldo hafði verið í öðru sæti er hann var hjá Manchester United á þarsíðustu leiktíð en féll út af listanum eftir að hafa skipt yfir til Real Madrid á síðatsa ári.

Michael Owen framherji Manchester United er á listanum í fyrsta sinn auk Drogba en Jamier Carragher og Carlos Tevez komust aftur á topp tíu.

Topp tíu 2009-2010:
1. Torres
2. Gerrard
3. Rooney
4. Fabregas
5. Arshavin
6. Lampard
7. Drogba
8. Owen
9. Carragher
10. Tevez

Topp tíu 2008-2009:
1. Torres
2. Ronaldo
3. Gerrard
4. Rooney
5. Berbatov
6. Fabregas
7. Arshavin
8. Walcott
9. Nani
10. Lampard

Topp tíu 2007-2008:
1. Ronaldo
2. Gerrard
3. Torres
4. Rooney
5. Fabregas
6. Tevez
7. Van Persie
8. Carragher
9. Adebayor
10. Nani
banner
banner
banner