Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 12. nóvember 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Segir að Chelsea sé að refsa Obi Mikel
Obi Mikel í leik á Ólympíuleikunum í sumar
Obi Mikel í leik á Ólympíuleikunum í sumar
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfari Nígeríu, hann Gernot Rohr, er ansi harðorður í garð Chelsea og segir enska félagið vera refsa miðjumanninum John Obi Mikel fyrir að taka þátt á Ólympíuleikunum í sumar.

Hinn 29 ára gamli Mikel var fyrirliði Nígeríu, sem fór alla leið í undanúrslit og tók brons á leikunum, en hann hefur ekki spilað neitt fyrir Chelsea á þessu tímabili.

„Það er ástæða fyrir því af hverju Mikel er ekki að spila fyrir Chelsea núna og ástæðan er sú að hann spilaði með Nígeríu á Ólympíuleikunum," sagði Rohr.

Mikel mun spila með Nígeríu gegn Alsír í undankeppni HM í dag, en Rohr segir að það hafi ekki komið til greina að taka Mikel úr hópnum þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað með félagsliði sínu.

„Ég get ekki refsað leikmanni sem elskar land sitt og sýnir það að hann elskar grænu treyjuna."

„Hann er hér með okkur, hann er klár í slaginn og ég vona að hann geti spilað 90 mínútur gegn Alsír, við verðum bara að bíða og sjá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner