Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Bjössi: Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur upp á topp
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
banner
   lau 04. maí 2024 17:11
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði Vestra 3-2 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

„Ég er bara gríðarlega sáttur með að vinna leikinn, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Vestri er með gríðarlega vel skipulagt lið og þeir voru góðir sóknarlega að yfirmanna svæðin í löngu boltunum og voru betri en við í fyrri hálfleik. Við vorum bara ekki með grunn atriði leiksins á hreinu, og lítil hreyfin. Samt sem áður voru mörkin sem við fengum á okkur ekki til útflutnings. Það sem þeir gerðu líka svakalega vel í fyrri hálfleik var að þeir hægðu á tempóinu á leiknum og við gerðum þau mistök að leyfa þeim það. Í seinni hálfleik þá hækkuðum við tempóið í leiknum og spiluðum betur. Það var betri hreyfing og við náðum að færa boltan betur á milli vængja. Þetta var sanngjarn sigur."

FH fær á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti stöðunni í 2-1 Vestra í vil. Heimir segir þó að það hafi ekki breytt neitt sérstaklega sínu skipulagi fyrir hálfleikinn.

„Nei það síðasta sem ég sagði í hálfleik var bara að FH liðið er besta liðið í deildinni að koma til baka, og við þyrftum að sína þann karakter aftur. Við gerðum það."

Sigurður Bjartur Hallsson leikmaður FH var á milli tannana fyrir mót þar sem hann hefur ekki skorað mikið af mörkum í efstu deild en var fenginn til FH sem þeirra aðal framherji. Sigurður skoraði 2 mörk í dag og er mögulega að svara þessum gagnrýnis röddum.

„Eins og ég sagði á sínum tíma þegar Sigurður Bjartur kom hérna. Þetta er bara leikmaður sem ég hef fylgst með og oft séð spila og hrifinn af því sem hann kemur með að borðinu. Síðan þetta mót byrjaði þá hefur hann bara staðið sig vel. Á móti kemur þá eru bara búnir fimm leikir og við verðum að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Heimir nánar um Kaplakrikavöllinn og komandi leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner