Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 28. maí 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gunnar Þorsteins: Við erum með alka í brúnni
Gunnar og Óli Stefán
Gunnar og Óli Stefán
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í dag gegn Val.

„Þetta var ekkert smá sætt. Við fórum inn í leikinn með mjög gott leikplan. Óli lagði þennan leik rosalega vel upp," sagði Gunnar.

Gunnar hefur verið duglegur að gefa stoðsendingar í sumar og átti hann eina slíka í kvöld.

„Ég er kominn með sex stoðsendingar í sumar sem ég ætlaði að ná fyrir allt tímabilið. Ég þarf eitthvað að endurskoða þau markmið, þetta er bara að ganga of vel."

Grindvíkingar hefðu getað skorað fleiri mörk í þessum leik og fékk Hákon Ívar algjört dauðafæri undir lok leiksins.

„Við fengum hættulegasta færið undir lokin þar sem Hákon Konnaði sig í gegn. Anton Ari spilaði með okkur í fyrra þannig hann vissi alveg hvað hann ætlaði að gera.".

Næsti leikur Grindavíkur er gegn Leikni Reykjavík í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

„Við erum með alka í brúnni [Óli Stefán er óvirkur alkahólisti] þannig við tökum bara einn leik fyrir í einu eins og sönnum alka sæmir. Við þurfum bara að passa okkur að vera ekki of miklir kallar, þótt svo við tókum efsta lið deildarinnar. Við verðum að ná okkur niður á jörðina og byrja að einbeita okkur að næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner