Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 12. september 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Þrítugur þjálfari orðaður við Bayern Munchen
Öflugur þjálfari.
Öflugur þjálfari.
Mynd: Getty Images
Þýskir fjölmiðlar segja í dag að ekki sé spurning hvort heldur hvenær í framtíðinni Julian Nagelsmann fær tækifæri til að taka við Bayern Munchen.

Hinn þrítugi Nagelsmann náði í Meistaradeildarsæti með Hoffenheim á síðasta tímabili en hann tók við liðinu þegar hann var 28 ára.

Hoffenheim vann Bayern 2-0 um helgina en Nagelsmann hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Carlo Ancelotti, þjálfara Bayern, næsta sumar eða í framtíðinni.

„Kona mín og börn munu fljótlega flytja til Munchen þar sem fjölskyldur okkar eru. Við erum að byggja hús þar. Það er okkar heimili," sagði Nagelsmann.

„Bayern hefur alltaf spilað stórt hlutverk í draumum mínum. Ég bjó í Munchen í mörg ár."

Nagelsmann segist þó ekki vera að flytja til að skipta um starf og taka við Bayern.

„Ég er mjög ánægður með staðinn sem ég er á í lífinu. Bayern Munchen myndi gera mig aðeins ánægðari en gleði mín veltur ekki öll á Bayern," sagði Nagelsmann.

Smelltu hér til að lesa meira um Nagelsmann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner