Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Clara einbeitir sér að náminu og verður ekki með í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Clara Sigurðardóttir varð síðasta haust samningslaus þegar samningur hennar við Breiðablik rann út.

Clara er miðjumaður sem var á sínu öðru tímabili með Breiðabliki en hún er Eyjakona sem hafði einnig leikið eitt tímabil með Selfossi á sínum ferli.

Fótboltinn hefur verið í fyrsta sæti hjá Clöru en hún tók ákvörðun í fyrra að einbeitingin færi nú á námið.

Í samtali við Fótbolta.net segir Clara að hún ætli sér ekki að spila fótbolta í sumar. Hún er í námi í Flórens á Ítalíu þar sem hún lærir innanhússarkitektúr. Námsárið þar er frá október og fram í júlí og því erfitt að spila fótbolta meðfram því.

Hún er 22 ára og á að baki 35 leiki fyrir yngri landsliðin. Á síðasta tímabili kom hún við sögu í 21 leik með Blikum í Bestu deildinni og tímabilið 2022 skoraði hún fjögur mörk í 17 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner