Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 01. maí 2024 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Reynir Haralds: Við hlógum að því
Lengjudeildin
Reynir Haraldsson
Reynir Haraldsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var óþarflega tæpt, við hefðum getað gert út af við leikinn alveg nokkrum sinnum og mér fannst við hleypa þeim sérstaklega með fyrra markinu óþarflega mikið inn í þetta.“ Sagði Reynir Haraldsson leikmaður Fjölnis um leik Fjölnis eftir 3-2 sigur þeirra á Grindavík á Víkingvelli fyrri í kvöld í opnunar leik Lengjudeildarinnar þetta árið.

Gestirnir úr Grafarvogi nýttu sín tækifæri vel framan af leik og leiddu 2-0 í hálfleik. Liðið féll þó aðeins aftar á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og bauð Grindavík upp á tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Hvað varð til þess?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

„Þetta er kannski bara fegurðin við fótbolta, það þarf ekki nema bara eitt augnablik þar sem við klikkum. Það er nóg, þetta þriðja mark í leiknum til að hleypa þeim inn í þetta. En við nýttum okkar sénsa vel. Það er eitthvað sem við höfum talað um í vetur að við þyrftum að vera klínískari. Í þessum leikjum sem við vorum að spila í vetur vorum við að klúðra of mikið af færum en bara geggjað að strax í fyrsta leik í Íslandsmóti að við séum að nýta okkar sénsa.“

Fjölnismenn hlógu að spánni
Fjölnismönnum var fyrir mótið spáð sjötta sæti Lengjudeildarinnar þetta árið. Reynir var ekki á því að spáin væri endilega rétt.

„Við hlógum að því en það er bara fínt. Ég hef áður verið í liðum sem hefur verið spáð upp en áttu ekkert erindi í að fara upp. Þetta er bara mun betra og við ætlum bara að sýna það að við erum ekki sjötta sætis lið, við erum lið sem ætlum okkur miklu meira en það.“

Nú þegar 21 leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni fyrir Fjölni spurði fréttaritari Reyni að því hvort það væru einhverjir ákveðnir leikir sem Reynir hlakkaði meira til en aðrir í mótinu. Með því vildi fréttaritari veiða upp úr Reyni að hann hlakkaði til að mæta uppeldisfélagi sínu ÍR sem einnig er í Lengjudeildinni þetta árið. Reynir fór þó beint í pólitíska svarið og sagði.

„Er það ekki bara næsti leikur? Það er Leiknir fyrir mig.“

Sagði Reynir en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner