Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 01. maí 2024 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Reynir Haralds: Við hlógum að því
Lengjudeildin
Reynir Haraldsson
Reynir Haraldsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var óþarflega tæpt, við hefðum getað gert út af við leikinn alveg nokkrum sinnum og mér fannst við hleypa þeim sérstaklega með fyrra markinu óþarflega mikið inn í þetta.“ Sagði Reynir Haraldsson leikmaður Fjölnis um leik Fjölnis eftir 3-2 sigur þeirra á Grindavík á Víkingvelli fyrri í kvöld í opnunar leik Lengjudeildarinnar þetta árið.

Gestirnir úr Grafarvogi nýttu sín tækifæri vel framan af leik og leiddu 2-0 í hálfleik. Liðið féll þó aðeins aftar á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og bauð Grindavík upp á tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Hvað varð til þess?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

„Þetta er kannski bara fegurðin við fótbolta, það þarf ekki nema bara eitt augnablik þar sem við klikkum. Það er nóg, þetta þriðja mark í leiknum til að hleypa þeim inn í þetta. En við nýttum okkar sénsa vel. Það er eitthvað sem við höfum talað um í vetur að við þyrftum að vera klínískari. Í þessum leikjum sem við vorum að spila í vetur vorum við að klúðra of mikið af færum en bara geggjað að strax í fyrsta leik í Íslandsmóti að við séum að nýta okkar sénsa.“

Fjölnismenn hlógu að spánni
Fjölnismönnum var fyrir mótið spáð sjötta sæti Lengjudeildarinnar þetta árið. Reynir var ekki á því að spáin væri endilega rétt.

„Við hlógum að því en það er bara fínt. Ég hef áður verið í liðum sem hefur verið spáð upp en áttu ekkert erindi í að fara upp. Þetta er bara mun betra og við ætlum bara að sýna það að við erum ekki sjötta sætis lið, við erum lið sem ætlum okkur miklu meira en það.“

Nú þegar 21 leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni fyrir Fjölni spurði fréttaritari Reyni að því hvort það væru einhverjir ákveðnir leikir sem Reynir hlakkaði meira til en aðrir í mótinu. Með því vildi fréttaritari veiða upp úr Reyni að hann hlakkaði til að mæta uppeldisfélagi sínu ÍR sem einnig er í Lengjudeildinni þetta árið. Reynir fór þó beint í pólitíska svarið og sagði.

„Er það ekki bara næsti leikur? Það er Leiknir fyrir mig.“

Sagði Reynir en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner