„Þetta var óþarflega tæpt, við hefðum getað gert út af við leikinn alveg nokkrum sinnum og mér fannst við hleypa þeim sérstaklega með fyrra markinu óþarflega mikið inn í þetta.“ Sagði Reynir Haraldsson leikmaður Fjölnis um leik Fjölnis eftir 3-2 sigur þeirra á Grindavík á Víkingvelli fyrri í kvöld í opnunar leik Lengjudeildarinnar þetta árið.
Gestirnir úr Grafarvogi nýttu sín tækifæri vel framan af leik og leiddu 2-0 í hálfleik. Liðið féll þó aðeins aftar á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og bauð Grindavík upp á tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Hvað varð til þess?
Gestirnir úr Grafarvogi nýttu sín tækifæri vel framan af leik og leiddu 2-0 í hálfleik. Liðið féll þó aðeins aftar á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og bauð Grindavík upp á tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Hvað varð til þess?
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 3 Fjölnir
„Þetta er kannski bara fegurðin við fótbolta, það þarf ekki nema bara eitt augnablik þar sem við klikkum. Það er nóg, þetta þriðja mark í leiknum til að hleypa þeim inn í þetta. En við nýttum okkar sénsa vel. Það er eitthvað sem við höfum talað um í vetur að við þyrftum að vera klínískari. Í þessum leikjum sem við vorum að spila í vetur vorum við að klúðra of mikið af færum en bara geggjað að strax í fyrsta leik í Íslandsmóti að við séum að nýta okkar sénsa.“
Fjölnismenn hlógu að spánni
Fjölnismönnum var fyrir mótið spáð sjötta sæti Lengjudeildarinnar þetta árið. Reynir var ekki á því að spáin væri endilega rétt.
„Við hlógum að því en það er bara fínt. Ég hef áður verið í liðum sem hefur verið spáð upp en áttu ekkert erindi í að fara upp. Þetta er bara mun betra og við ætlum bara að sýna það að við erum ekki sjötta sætis lið, við erum lið sem ætlum okkur miklu meira en það.“
Nú þegar 21 leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni fyrir Fjölni spurði fréttaritari Reyni að því hvort það væru einhverjir ákveðnir leikir sem Reynir hlakkaði meira til en aðrir í mótinu. Með því vildi fréttaritari veiða upp úr Reyni að hann hlakkaði til að mæta uppeldisfélagi sínu ÍR sem einnig er í Lengjudeildinni þetta árið. Reynir fór þó beint í pólitíska svarið og sagði.
„Er það ekki bara næsti leikur? Það er Leiknir fyrir mig.“
Sagði Reynir en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir