Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Klopp gæti snúið aftur til Dortmund en í öðru hlutverki
Mynd: Getty Images
Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Jürgen Klopp gæti verið að snúa aftur til Borussia Dortmund í Þýskalandi, níu árum eftir að hafa yfirgefið félagið.

Klopp hættir með Liverpool í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í tæp níu ár.

Áður stýrði hann Dortmund við góðan orðstír, þar sem hann vann þýsku deildina tvö ár í röð og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Þýski stjórinn hefur greint frá því að hann ætli að taka sér ársleyfi frá fótbolta en mikið hefur verið rætt og ritað um hvað tekur við eftir leyfið.

Independent heldur því fram að hann gæti snúið aftur til Dortmund. Ekki sem þjálfari liðsins heldur sem yfirmaður fótboltamála.

Klopp myndi ekki taka við stöðunni fyrr en á næsta ári en samkvæmt Miguel Delaney hjá Independent eru háværar sögur um að Dortmund sé að vinna í því að ráða Klopp aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner