Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Júlíus áfram í norska bikarnum - Logi reimaði á sig markaskóna
Logi Tómasson
Logi Tómasson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslendingunum gekk vel í norska bikarnum í dag en Júlíus Magnússon bar fyrirliðabandið þegar Fredrikstad lagði Rosenborg.


Hann lék allan leikinn í 1-0 sigri en markið kom í uppbótatíma. Ísak Snær Þorvaldsson er leikmaður Rosenborg en hann er á láni hjá Breiðabliki.

Logi Tómasson byrjaði á bekknum þegar Stromsgodset vann öruggan 4-0 sigur á Kristiansund en Logi kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og skoraði þriðja mark liðsins í uppbótatíma í fyrri hálfleiknum. Hilmir Rafn MIkaelsson kom inn á sem varamaður í liði Kristiansund en Brynjólfur Willumsson var ekki í leikmannahópnum.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði HamKam sem vann 3-1 sigur á Egersund en Viðar Ari Jónsson kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik en þá voru úrslitin ráðin.

Þá vann Viking 4-0 sigur gegn Tromsdalen en Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum.


Athugasemdir
banner
banner