Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mið 01. maí 2024 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við gera vel heilt yfir úr okkar færum, sköpuðum fleiri færi og eiga þar af leiðandi skilið fleiri mörk úr leiknum.“
Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 3-2 sigur hans manna á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildarinnar sem fram fór á Víkingsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

Þegar komið er út í sjálft Íslandsmótið vill oft verða að liðin renni svolítið blint í sjóinn hvað andstæðinga varðar. Vormótin gefa oft ekki rétta mynd af getu liða og annað en hvernig leik bjóst Úlfur við fyrir fram?

„Ég átti bara von á erfiðum leik. Ég sá leik Grindavíkur gegn ÍBV í bikarnum og það er búið að manna gríðarlega sterkt lið í Grindavík. Margir mjög sterkir einstaklingar sem búið er að sækja hérna. Margir af þessum útlendingum sem eru virkilega góðir og er ég viss um að Grindvíkingar eigi eftir að verða mjög erfiðir í sumar.“

Úlfur er að byggja upp nýtt Fjölnislið að miklu leyti en reynslumiklir menn yfirgáfu liðið í vetur eða lögðu skóna á hilluna. Hvernig metur Úlfur lið sitt milli ára? Er hópurinn sterkari?

„Við erum með reynsluminna lið heldur en í fyrra. Við missum gríðarlega reynslu hjá þessum strákum sem leggja skóna á hilluna og í Hansa sem fór til KA. Á móti kemur að við erum mjög unga og efnilega stráka, það er mikil orka í þeim og ungir leikmenn eru oft áræðnari. Það er gaman að þjálfa unga stráka, þeir eru miklir svampar og taka inn mikið af upplýsingum hratt. Ég myndi því segja að við séum með öðruvísi lið heldur en í fyrra.“

Fjölnismönnum var spáð sjötta sæti mótsins þetta sumarið hér á Fótbolta.net. Úlfur gaf lítið fyrir þá spá og sagði.

„Mér er alveg sama hvar okkur er spáð, við ætlum okkur að vinna bikar í haust. Vonandi verður það bikarinn fyrir fyrsta sætið en annars ætlum við bara í umspilið og klára það. Við stefnum bara á það að fara upp,“
Athugasemdir
banner