
„Mér fannst við gera vel heilt yfir úr okkar færum, sköpuðum fleiri færi og eiga þar af leiðandi skilið fleiri mörk úr leiknum.“
Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 3-2 sigur hans manna á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildarinnar sem fram fór á Víkingsvelli fyrr í kvöld.
Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 3-2 sigur hans manna á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildarinnar sem fram fór á Víkingsvelli fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 3 Fjölnir
Þegar komið er út í sjálft Íslandsmótið vill oft verða að liðin renni svolítið blint í sjóinn hvað andstæðinga varðar. Vormótin gefa oft ekki rétta mynd af getu liða og annað en hvernig leik bjóst Úlfur við fyrir fram?
„Ég átti bara von á erfiðum leik. Ég sá leik Grindavíkur gegn ÍBV í bikarnum og það er búið að manna gríðarlega sterkt lið í Grindavík. Margir mjög sterkir einstaklingar sem búið er að sækja hérna. Margir af þessum útlendingum sem eru virkilega góðir og er ég viss um að Grindvíkingar eigi eftir að verða mjög erfiðir í sumar.“
Úlfur er að byggja upp nýtt Fjölnislið að miklu leyti en reynslumiklir menn yfirgáfu liðið í vetur eða lögðu skóna á hilluna. Hvernig metur Úlfur lið sitt milli ára? Er hópurinn sterkari?
„Við erum með reynsluminna lið heldur en í fyrra. Við missum gríðarlega reynslu hjá þessum strákum sem leggja skóna á hilluna og í Hansa sem fór til KA. Á móti kemur að við erum mjög unga og efnilega stráka, það er mikil orka í þeim og ungir leikmenn eru oft áræðnari. Það er gaman að þjálfa unga stráka, þeir eru miklir svampar og taka inn mikið af upplýsingum hratt. Ég myndi því segja að við séum með öðruvísi lið heldur en í fyrra.“
Fjölnismönnum var spáð sjötta sæti mótsins þetta sumarið hér á Fótbolta.net. Úlfur gaf lítið fyrir þá spá og sagði.
„Mér er alveg sama hvar okkur er spáð, við ætlum okkur að vinna bikar í haust. Vonandi verður það bikarinn fyrir fyrsta sætið en annars ætlum við bara í umspilið og klára það. Við stefnum bara á það að fara upp,“
Athugasemdir