Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 01. maí 2024 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svo sem ekkert að gerast í leiknum og það er dæmt víti. Ég er svo sem ekki búinn að sjá það aftur en það var allavega enginn að biðja um víti og bara dómarinn sem sá það. Það breytir strax ásýnd leiksins svona frekar snemma leiks. En það var ekkert sem fór úrskeiðis, við vorum bara með tögl og haldir á leiknum svona að okkur fannst Vorum að komast í ágætar stöður í og við teig Fjölnis en náðum bara ekki boltanum almennilega inn í eða almennilegum skotum.“ Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 tap Grindavíkur gegn Fjölni á Víkingsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

Grindavíkurliðinu gekk erfiðlega að skapa sér afgerandi færi heilt yfir í leiknum og ógnaði Fjölnisliðinu lítið á löngum köflum. Brynjar er með algjörlega nýtt lið í smíðum frá því í fyrra og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Þarf að slípa hópinn betur saman?

„Ég vil bara taka það fram að við spiluðum fínan fótbolta í dag það var ekki vandamál. Vandamálið var að við fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum. “

Grindvíkingar misstu tvo leikmenn af velli í leiknum vegna meiðsla. Hvað gerðist í þeim atvikum og hvernig er staðan á þeim leikmönnum?

„Adam fær bara olnbogaskot og var með brotna tönn og mikla blæðingu. Ekkert víti þar en við einbeitum okkur bara að okkar frammistöðu. Við þurfum svo að gera aðra breytingu þegar brotið er á Turkus þegar hann er að komast upp völlinn og hann fær slink á hnéð.“

Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner