Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 01. maí 2024 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svo sem ekkert að gerast í leiknum og það er dæmt víti. Ég er svo sem ekki búinn að sjá það aftur en það var allavega enginn að biðja um víti og bara dómarinn sem sá það. Það breytir strax ásýnd leiksins svona frekar snemma leiks. En það var ekkert sem fór úrskeiðis, við vorum bara með tögl og haldir á leiknum svona að okkur fannst Vorum að komast í ágætar stöður í og við teig Fjölnis en náðum bara ekki boltanum almennilega inn í eða almennilegum skotum.“ Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 tap Grindavíkur gegn Fjölni á Víkingsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

Grindavíkurliðinu gekk erfiðlega að skapa sér afgerandi færi heilt yfir í leiknum og ógnaði Fjölnisliðinu lítið á löngum köflum. Brynjar er með algjörlega nýtt lið í smíðum frá því í fyrra og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Þarf að slípa hópinn betur saman?

„Ég vil bara taka það fram að við spiluðum fínan fótbolta í dag það var ekki vandamál. Vandamálið var að við fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum. “

Grindvíkingar misstu tvo leikmenn af velli í leiknum vegna meiðsla. Hvað gerðist í þeim atvikum og hvernig er staðan á þeim leikmönnum?

„Adam fær bara olnbogaskot og var með brotna tönn og mikla blæðingu. Ekkert víti þar en við einbeitum okkur bara að okkar frammistöðu. Við þurfum svo að gera aðra breytingu þegar brotið er á Turkus þegar hann er að komast upp völlinn og hann fær slink á hnéð.“

Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner