„Það var svo sem ekkert að gerast í leiknum og það er dæmt víti. Ég er svo sem ekki búinn að sjá það aftur en það var allavega enginn að biðja um víti og bara dómarinn sem sá það. Það breytir strax ásýnd leiksins svona frekar snemma leiks. En það var ekkert sem fór úrskeiðis, við vorum bara með tögl og haldir á leiknum svona að okkur fannst Vorum að komast í ágætar stöður í og við teig Fjölnis en náðum bara ekki boltanum almennilega inn í eða almennilegum skotum.“ Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 tap Grindavíkur gegn Fjölni á Víkingsvelli fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 3 Fjölnir
Grindavíkurliðinu gekk erfiðlega að skapa sér afgerandi færi heilt yfir í leiknum og ógnaði Fjölnisliðinu lítið á löngum köflum. Brynjar er með algjörlega nýtt lið í smíðum frá því í fyrra og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Þarf að slípa hópinn betur saman?
„Ég vil bara taka það fram að við spiluðum fínan fótbolta í dag það var ekki vandamál. Vandamálið var að við fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum. “
Grindvíkingar misstu tvo leikmenn af velli í leiknum vegna meiðsla. Hvað gerðist í þeim atvikum og hvernig er staðan á þeim leikmönnum?
„Adam fær bara olnbogaskot og var með brotna tönn og mikla blæðingu. Ekkert víti þar en við einbeitum okkur bara að okkar frammistöðu. Við þurfum svo að gera aðra breytingu þegar brotið er á Turkus þegar hann er að komast upp völlinn og hann fær slink á hnéð.“
Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að ofan
Athugasemdir