Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mið 01. maí 2024 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía og Þýskaland fá fimm sæti í Meistaradeild Evrópu (Staðfest)
Dortmund fer í Meistaradeildina á næstu leiktíð
Dortmund fer í Meistaradeildina á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Sigur Borussia Dortmund á Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld gulltryggði Þýskalandi fimmta sætinu í keppnina fyrir næstu leiktíð.

England var í baráttu við Þýskaland um að fá fimmta sætið inn í keppnina en þar sem Manchester City, Arsenal og Liverpool duttu öll út í síðasta mánuði, var það ljóst að þetta væri aðeins formsatriði fyrir Þjóðverja.

Sigur Dortmund staðfesti síðan fimmta sætið og er því endanlega ljóst a Chelsea og Manchester United eiga ekki möguleika á að komast í keppnina á næsta tímabili. United var í baráttunni á meðan Chelsea átti enn tölfræðilegan möguleika á að ná 5. sætinu, en það skiptir engu máli núna þar sem England fær ekki fimm sæti.

Tottenham er enn í baráttu við Aston Villa, en eins og staðan er núna eru Villa-menn í mjög góðri stöðu um fjórða sætið.

Í raun var Dortmund að tryggja sér áframhaldandi veru í keppninni, þar sem liðið situr í 5. sæti þýsku deildarinnar með 57 stig og hefur því tryggt sér í keppnina fyrir næsta tímabil.

Ítalía fær einnig fimm sæti fyrir næstu leiktíð.




Athugasemdir
banner
banner
banner