Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 01. maí 2024 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Grindavík vann í Víkinni - Fimmtán ára með sigurmark ÍA
14 ára fyrirliði KR skoraði
Sunna Rún skoraði sigurmark ÍA
Sunna Rún skoraði sigurmark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afturelding, FHL, Grindavík og ÍA eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir góða sigra í dag.

Samantha Rose Smith skoraði tvisvar er Fjarðabyggð/Höttur Leiknir vann auðveldan 5-0 sigur á Einherja á Greifavellinum. Öll mörk FHL voru skoruð í síðari hálfleiknum.

Hin unga og efnilega Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði sigurmark ÍA á 83. mínútu er liðið vann Fjölni, 1-0, í Egilshöll.

Sunna Rún er aðeins 15 ára gömul en er nú á leið inn í sitt þriðja tímabilið með meistaraflokki ÍA. Hún er systir landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar, sem er á mála hjá Blackburn Rovers og Inga Þórs, sem spilar fyrir ÍA.

Afturelding hafði þá betur gegn ÍBV, 2-1, eftir framlengingu. Olga Sevcova skoraði fyrir Eyjakonur á 23. mínútu en Ariela Lewis jafnaði snemma í síðari hálfleik. Hlín Heiðarsdóttir gerði sigurmarkið fyrir Aftureldingu í seinni hluta framlengingar.

Grindavík er þá komið í 16-liða úrslit eftir að hafa unnið KR, 2-1, í Víkinni.

Emma Kate Young skoraði fyrir Grindvíkinga undir lok fyrri hálfleiks en Rakel Grétarsdóttir, fyrirliði KR, jafnaði snemma í þeim síðari. Rakel er aðeins 14 ára gömul. Grindvíkingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Júlía Rán Bjarnadóttir fékk að líta rauða spjaldið.

Sex mínútum síðar skoraði Sigríður Emma F. Jónsdóttir sigurmarkið á Grindavíkurdeginum mikla á heimavelli hamingjunnar.

Dregið verður í 16-liða úrslit á föstudag.

Úrslit og markaskorarar:

Einherji 0 - 5 FHL
0-1 Katrín Edda Jónsdóttir ('55 )
0-2 Emma Hawkins ('59 )
0-3 Samantha Rose Smith ('77 )
0-4 Selena Del Carmen Salas Alonso ('85 )
0-5 Samantha Rose Smith ('90 )

Fjölnir 0 - 1 ÍA
0-1 Sunna Rún Sigurðardóttir ('83 )

ÍBV 1 - 2 Afturelding
1-0 Olga Sevcova ('23 )
1-1 Ariela Lewis ('54 )
1-2 Hlín Heiðarsdóttir ('108 )

Grindavík 2 - 1 KR
1-0 Emma Kate Young ('40 )
1-1 Rakel Grétarsdóttir ('49 )
2-1 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('70 )
Rautt spjald: Júlía Rán Bjarnadóttir , Grindavík ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner