Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Mark tekið af Bjarka í svekkjandi tapi gegn gömlu félögunum - Stefán úr leik í umspilinu
Bjarki Steinn spilaði í tapi Venezia í dag
Bjarki Steinn spilaði í tapi Venezia í dag
Mynd: Getty Images
Stefán Ingi Sigurðarson og hans menn í Patro Eisden eru úr leik í umspili um sæti í belgísku úrvalsdeildina eftir að liðið tapaði fyrir Deinze, 3-2, í dag.

Patro Eisden tapaði 4-0 í fyrri leik liðanna og reyndist það of stórt fyrir Stefán og félaga.

Hann byrjaði gegn Deinze í dag. Liðið komst í forystu á 18. mínútu sem gaf því örlitla von á kraftaverk en Deinze gerði út um þær vonir með tveimur mörkum á níu mínútum í síðari hálfleik.

Fyrsta tímabili Stefáns í Belgíu er því formlega lokið. Hann skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum, sem er ágætis byrjun á atvinnumannaferli hans.

Íslensku strákarnir í Venezia töpuðu fyrir Catanzaro, 3-2, í B-deildinni á Ítalíu.

Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia og kom boltanum í netið gegn sínum gömlu félögum, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Bjarki lék allan leikinn og þá kom Mikael Egill Ellertsson inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Þetta var þungt tap fyrir Venezia, sem er 3. sæti með 67 stig, fjórum stigum á eftir Como. Cesc Fabregas og hans menn í Como eru því einum sigri frá því að komast upp í efstu deild og útlit fyrir að Venezia sé á leið í umspil.

Birkir Bjarnason kom inn af bekknum er Brescia gerði 2-2 jafntefli við Feralpi Salo í B-deildinni. Brescia er í 8. sæti, sem gefur þátttökurétt í umspilið, þegar tveir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner