Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 17. september 2017 19:18
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Andri Rúnar um markametið: Auðvitað er það í hausnum
Andri Rúnar nálgast markametið óðfluga
Andri Rúnar nálgast markametið óðfluga
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason var ánægður með sigur Grindavíkur gegn Breiðablik í dag.

„Það var ógeðslega sætt að ná loksins sigri. Við erum búnir að spila vel síðustu vikur en það eru úrslitin sem telja," sagði Andri Rúnar.

Andri Rúnar skoraði tvö mörk í dag og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Þá skoraði hann úr aukaspyrnu af 35 metra færi.

„Ég er búinn að gera þetta svolítið lengi í allt sumar. Ég er alltaf að reyna að ná svona skemmtilegu flugi á honum. Það var geggjað að sjá hann inni. Nú fæ ég líka að taka allar aukaspyrnurnar sem eftir er."

Það eru allir að tala um markametið. Með mörkunum tveimur í dag er Andri Rúnar aðeins einu marki frá því að komast í föngulegan hóp markahróka. Andri segist þó ekki vera erfitt að gíra sig upp í leikina þrátt fyrir allt umtalið um markametið.

„Í rauninni ekki. Ég hugsa yfirleitt um það sama, hvað ég ætla að gera og hvað ég er búinn að vera að gera. Reyna að halda áfram að gera það. Ég er að koma mér í færi og ég er að spila vel fyrir liðið að mér finnst og ég reyni bara að halda því áfram og mörkin koma bara með."

Andri Rúnar viðurkennir þó að hugsunin um markametið leynist í kollinum á honum.

„Auðvitað er það þarna í hausnum. En ég persónulega reyni að gíra mig upp í næsta leik."

Andri Rúnar mætti með hamborgara í viðtalið en hann átti hann skilið eftir gott dagsverk.

„Ekki vera að sýna þetta! Ég á þennan skilið núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner