Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. september 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Cloe myndi klárlega koma til greina í landsliðið
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, stefnir á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Cloe hefur verið einn besti leikmaðurinn í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár.

Hin 24 ára gamla Cloe verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu í framtíðinni ef hún fær ríkisborgararétt. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að Cloe komi klárlega til greina í liðið ef hún fær ríkisborgararétt.

„Ef að þessu verður og hún fær íslenskan ríkisborgararétt þá er frammistaða hennar á Íslandi síðustu ár búin að vera það góð að hún myndi klárlega koma til greina í íslenska landsliðið," sagði Freyr við Fótbolta.net.

Cloe er frá Kanada sem er í fimmta sæti á heimslista FIFA. Hún hefur ekki komist í landsliðið þar.

„Fyrir tveimur árum hitti ég þjálfara kanadíska landsliðsins og benti honum á Cloe Lacasse. Hann vissi ekkert um hana en þakkaði fyrir ábendinguna. Síðan þá hefur ekkert gerst."

„Ég hef alltaf haft trú á henni og fundist hún vera góður leikmaður. ef hún verður gjaldgeng í íslenska landsliðið þá myndum við skoða það alvarlega. Hún yrði samkeppnishæf eins og aðrir leikmenn,"
sagði Freyr.
Athugasemdir
banner