Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fim 05. október 2017 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Özil sé farinn frá Arsenal í huganum
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, telur að Þjóðverjinn Mesut Özil sé nú þegar búinn að yfirgefa Arsenal í huganum.

Hinn 28 ára gamli Özil hefur aðeins byrjað fjóra leiki á þessu tímabili og hefur hann verið mikið meiddur. Keown er ekki viss um að meiðslin hjá Özil séu raunveruleg, hann tekur ekki mark á því sem sagt er. Hann telur að Özil sé búinn að stimpla sig út hjá félaginu.

„Arsenal fór til Hvíta-Rússlands og ég held að hann hafi ekki viljað fara," sagði Keown við BBC.

„Allt í einu var hann meiddur aftur, hann spilaði níu mínútur gegn West Brom á mánudeginum, hvernig meiddist hann þar?"

„Að ákveðnu leyti er hann nú þegar farinn frá félaginu. Andlega, í huganum er hann nú þegar farinn frá félaginu. Kannski er Wenger að reyna að fá eitthvað fyrir hann núna," sagði Keown.

Samningur Özil við Arsenal rennur út næsta sumar. Hann getur byrjað að tala við önnur lið í janúar, en hann hefur verið orðaður við Inter Milan. Ef Arsenal ætlar að fá eitthvað fyrir hann, eins og Keown nefnir, þá verður félagið að selja hann í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner