Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 28. september 2018 21:44
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu leikmenn 2. deild kvenna 2018
Best í 2. deild 2018 - Murielle Tiernan
Best í 2. deild 2018 - Murielle Tiernan
Mynd: Óli Arnar - Feykir.is
Efnilegust í 2. deild 2018 - Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
Efnilegust í 2. deild 2018 - Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Besti þjálfari í 2. deild 2018 - Ásmundur Arnarsson
Besti þjálfari í 2. deild 2018 - Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Taciana skoraði 18 mörk í 2. deildinni og er í liði ársins
Taciana skoraði 18 mörk í 2. deildinni og er í liði ársins
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í kvöld var lið ársins í 2. deild kvenna opinberað á Tunglinu á Hard Rock Cafe. Fótbolti.net fylgdist með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2018:
Ana Lucia N. Dos Santos - Augnablik

Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz - Augnablik
Bryndís Rut Haraldsdóttir - Tindastóll
Allyson Swaby – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Arna Benný Harðardóttir - Völsungur

Vigdís Edda Friðriksdóttir - Tindastóll
Bjargey Sigurborg Ólafsson - Grótta
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir - Augnablik

Taciana Da Silva Souza - Grótta
Murielle Tiernan - Tindastóll
Aubri Lucille Williamson - Einherji



Varamannabekkur:
Ásta Árnadóttir - Augnablik
Jóhanna Lind Stefánsdóttir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Tinna Harðardóttir - Augnablik
Sigrún Auður Sigurðardóttir - Álftanes
Ashley Batista Maza - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Tinna Jónsdóttir - Grótta
Laufey Harpa Halldórsdóttir - Tindastóll

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Friðrika Arnardóttir (Grótta), Nadine Stonjek (Völsungur), Birgitta Sól Eggertsdóttir (Augnablik), Elín Helena Jóhannsdóttir (Álftanes), Margrét Ósk Borgþórsdóttir (Tindastóll).

Varnarmenn: Guðrún Erla Hilmarsdóttir (Augnablik), Katrín Björg Pálsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Grótta), Jóney Ósk Sigurjónsdóttir (Völsungur), Ragna Björg Einarsdóttir (Augnablik), Anja Ísis Brown (Grótta), Brynja Sævarsdóttir (Augnablik), Margrét Eva Einarsdóttir (Álftanes), Dagbjört Ingvarsdóttir (Völsungur), Viktoría Einarsdóttir (Einherji), Hugrún Helgadóttir (Augnablik), Helga Marie Gunnarsdóttir (Augnablik), Eydís Helgadóttir (Augnablik), Hildur Þóra Hákonardóttir (Augnablik), Sædís Kjærbech Finnbogadóttir (Álftanes), Árdís Rán Þráinsdóttir (Völsungur), Eydís Lilja Eysteinsdóttir (Grótta).

Miðjumenn: Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur), Diljá Mjöll Aronsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Fannarsdóttir (Grótta), Hildur María Jónasdóttir (Augnablik), Kristín Ýr Bjarnadóttir (Augnablik), Harpa Ásgeirsdóttir (Völsungur), Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (Tindastóll), Kristín Inga Vigfúsdóttir (Álftanes), Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Augnablik), Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (Einherji), Guðrún Jenný Ágústsdóttir (Tindastóll), Júlíana M. Sigurgeirsdóttir (Álftanes), Barbara Kopacsi (Einherji), Jovana Milinkovic (Einherji).

Sóknarmenn: Krista Sól Nielsen (Tindastóll), Oddný Sigurbergsdóttir (Álftanes).




Þjálfari ársins: : Ásmundur Arnarsson - Augnablik
Ásmundur, eða Ási, eins og hann er alltaf kallaður, tók við liði Augnabliks síðastliðið haust. Honum tókst, þrátt fyrir miklar mannabreytingar frá undanliðnu sumri, að stýra Augnabliki til sigurs í 2. deild en liðið sótti 34 stig í sumar. Jafnmörg og Tindastóll en Augnablik hafði betur á markatölu. Frábær árangur hjá Ása og þjálfarateymi hans.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: John Andrews (Völsungur), Jón Stefán Jónsson (Tindastóll), Guðjón Kristinsson (Grótta).

Leikmaður ársins: Murielle Tiernan - Tindastóll
Hin bandaríska Murielle Tiernan gekk til liðs við Tindastól fyrir sumarið. Hún spilaði með hákólaliði Viginia Tech í Bandaríkjunum og Hammarby IF í Svíþjóð áður en hún hélt til Íslands. Murielle sló heldur betur í gegn á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. Varð markahæst með 24 mörk í 14 leikjum og er valin best í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum eftir frammistöðu sína. Magnaður árangur hjá þessari öflugu knattspyrnukonu á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. Vonum að við sjáum hana aftur hérlendis næsta sumar.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Taciana Da Silva Souza (Grótta), Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir (Augnablik), Aubri Lucille Williamson (Einherji).

Efnilegust: Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir - Augnablik
Hin 18 ára Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir átti frábært tímabil í liði Augnabliks. Hún lék fyrst með meistaraflokki Augnabliks sumarið 2016 og hefur bætt sig statt og stöðugt síðan. Í sumar var hún í lykilhlutverki í sóknarleik Augnabliks og skoraði 13 mörk í 12 leikjum í 2. deildinni. Flott sumar hjá þessum efnilega leikmanni sem gaman verður að fylgjast með í Inkasso-deildinni að ári.

Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Anja Ísis Brown (Grótta), Vigdís Edda Friðriksdóttir (Tindastóll), Tinna Harðardóttir (Augnablik), Birgitta Sól Eggertsdóttir (Augnablik), Murielle Tiernan (Tindastóll), Taciana Da Silva Souza (Grótta), Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Augnablik), Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz (Augnablik) .


Ýmsir molar:
- Murielle Tiernan fékk fullt hús atkvæða

- Tveir markverðir Augnabliks, þær Birgitta Sól Eggertsdóttir og Ana Lucia N. Dos Santos, voru tilnefndar í lið ársins

- Fimm leikmenn Augnabliks voru tilnefndar sem efnilegasti leikmaður deildarinnar

- Fjórtán leikmenn Augnabliks fengu atkvæði í kjörinu en þrjár þeirra eru í liði ársins

- Fjórir erlendir leikmenn eru í liði ársins og ein á bekknum

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema Hvíta Riddaranum fengu atkvæði að þessu sinni.

- Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz fékk atkvæði í fyrra en er í liði ársins í ár

- Alls fengu 53 leikmenn tilnefningar í lið ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner