Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 16:07
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og ÍA: Jón Þór tilneyddur í tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver er í banni í dag
Oliver er í banni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tekur á móti ÍA á Samsungvellinum í Garðabæ í 5. umferð Bestu-deildar karla í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og byrjunarliðin voru gerð opinber rétt í þessu.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

Stjarnan vann úti nauman 1-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og frá þeim leik gerir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eina breytingu. Það er Helgi Fróði Ingason sem er ekki í hóp í dag en Guðmundur Baldvin Nökkvason kemur inn í byrjunarliðið fyrir hann.

ÍA tapaði fyrir FH 2-1 á heimavelli í síðustu umferð og fá þeim leik gerir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA 2 breytingar sem hann er tilneyddur í. Oliver Stefánsson er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð, og þá er Hlynur Sævar Jónsson ekki í hóp þar sem hann fór útaf meiddur í síðasta leik. Guðfinnur Þór Leósson og Árni Salvar Heimisson koma inn í liðið fyrir þá.


Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
22. Árni Salvar Heimisson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)
Athugasemdir
banner
banner
banner