Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir ekki dauður úr öllum æðum og á leið í umspil
Birkir er landsleikjahæsti leikmaður Íslands.
Birkir er landsleikjahæsti leikmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha.
Natasha.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brescia síðan í desember þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í 4-1 sigri gegn Lecco í ítölsku B-deildinni. Þetta var einungis annar byrjunarliðsleikur Birkis síðan í febrúar.

Birkir, sem er 35 ára, lék allar 90 mínúturnar í fyrsta sinn síðan í október og kom fimmta markið hans á tímabilinu á 12. mínútu leiksins. Brescia er eftir sigurinn í 8. sæti sem er síðasta umspilssætið. Lokaumferðin er eftir í deidlinni og er Brescia öruggt með umspilssæti.

Í Feneyjum unnu heimamenn í Venezia 2-1 sigur gegn FeralpiSalo. Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliðinu og lék fyrsta klukkutímann en fór þá af velli fyrir Mikael Egil Ellertsson. Finninn Joel Pohjanpöalo reyndist hetja Venezia en hann skoraði bæði mörk liðsins. Venezia er í 3. sæti deildarinnar og þarf að treysta á að Como misstígi sig gegn Cosenza í lokaumferðinni svo liðið eigi möguleika á að fara beint upp.

Í Pisa var Hjörtur Hermannsson ekki í leikmannahópnum þegar heimamenn gerðu 2-2 jafntefli vi Sudtirol. Pisa er í 11. sæti og ljóst að liðið endar á bilinu 9.-14. sæti.

Í dönsku B-deildinni var Nóel Atli Arnórsson ónotaður varamaður þegar Álaborg tapaði óvænt fyrir Hobro.Alaborg þarf fimm stig úr síðustu fjórum leikjunum til að fylgja SönderjyskE upp í efstu deild.

Í norsku kvennadeildinni vann Brann 2-1 endurkomusigur gegn Rosenborg á heimavelli. Natasha Anasi byrjaði á bekknum en eftir að Brann komst yfir var Nathasha sett inn á til að múra fyrir á lokakaflanum. Vålerenga er á toppnum með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Rosenborg er í 2. sætinu en Brann er í 5. sæti með tólf stig.

Í Hollandi vann Ajax 1-4 útisigur á Volendam og er liðið við það að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili. Liðið er í fimmta sæti og á lítinn möguleika á því að komast upp í 4. sætið. Kristian Nökkvi Hlynsson glímir við meiðsli og var því ekki með í dag.
Athugasemdir
banner
banner