Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   sun 05. maí 2024 15:06
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið KA og KR: Elfar Árni byrjar - Hallgrímur Mar í hóp en Viðar Örn ekki
Elfar Árni byrjar í dag.
Elfar Árni byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar er kominn í leikmannahóp KA en Viðar Örn er utan hans.
Hallgrímur Mar er kominn í leikmannahóp KA en Viðar Örn er utan hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tekur á móti KR á Greifavellinum á Akureyri í 5. umferð Bestu-deildar karla í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og byrjunarliðin voru gerð opinber rétt í þessu.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

KA tapaði úti gegn Víkingi 4 - 2 í síðustu umferð og frá þeim leik gerir Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins eina breytingu. Elfar Árni Aðalsteinsson kemur í byrjunarliðið fyrir Ingimar Stöle sem sest á bekkinn. Athygli vekur að Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi KA í dag en Hallgrímur Mar Steingrímsson er í hópnum eftir að hafa glímt við langtímameiðsli.

Gestirnir í KR töpuðu gegn Breiðabliki á grasinu í vesturbænum fyrir viku síðan 2 - 3. Frá þeim leik gerir Gregg Ryder þjálfari KR engar breytingar á byrjunarliðinu en Kristján Flóki Finnbogason er í leikmannahópnum að nýju fyrir Stefán Árna Geirsson sem kom inná og skoraði í síðasta leik en er farin utan til náms að nýju.

Liðin má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner