Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Allt einhvern veginn að súrna"
Mynd: EPA
Það er hægt að horfa á stöðuna í leik Chelsea og West Ham á tvo vegu. Chelsea er 3-0 yfir í hálfleik og liðið að banka hressilega á Evrópudyrnar upp á næsta tímabil að gera. Chelsea er að tengja saman tvo sigra úr Lundúnaslögum og þar á undan gerði liðið jafntefli við Aston Villa sem er í Meistaradeildarsæti.

Chelsea er að láta Manchester United hafa fyrir því að landa 7. sætinu.

Á hinn veginn er hægt að horfa á West Ham og erfiðleikana þar að undanförnu. Óvissa er með framtíð David Moyes sem stjóra félagsins og ýmsir orðaðir við stjórastöðuna. West Ham hefur einungis unnið einn af síðustu níu (leikurinn í dag er sá tíundi) leikjum í úrvalsdeildinni og orðið nokkuð ljóst að liðið nær ekki Evrópusæti.

Ruben Amorim og Julen Lopetegui eru á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið hjá West Ham.

„Það er mikið talað um West Ham og framtíð David Moyes, fréttir um að yfirmaður íþróttamála megi ekki koma inn í klefann og þetta er allt einhvern veginn að súrna," sagði Stephen Warnock, fyrrum landsliðsmaður Englands í lýsingu BBC frá leikjum dagsins í úrvalsdeildinni.

West Ham hefpi getað skorað í fyrri hálfleiknum en Chelsea hefði hins vegar getað bætt við fleiri mörkum hinu megin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner