Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Af hverju tók Úlfur vítið í gær? - „Kjartan Henry stjórnar þessu"
Boltinn fór í netið.
Boltinn fór í netið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úlfur í leiknum í gær.
Úlfur í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það vakti athygli í gær að Úlfur Ágúst Björnsson skyldi taka vítaspyrnu FH gegn Vestra. Staðan var 2-2 þegar FH fékk vítaspyrnu og á punktinn steig Úlfur og skoraði það sem reyndist sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

Vuk Oskar Dimitrijevic tók fyrsta víti FH á tímabilinu þegar hann skoraði gegn KA í 2. umferð. Vuk var á bekknum þegar vítið var dæmt í gær.

En af hverju tók Sigurður Bjartur Hallsson ekki vítið? Hann var þegar kominn með tvö mörk í leiknum.

„Nei, ég er ekki vítaskytta liðsins og gott að fá Úlfinn á blað," sagði Sigurður við Fótbolta.net í dag þegar hann var spurður hvort það hefði ekki komið upp að hann myndi taka vítið.

Hann ræddi við Vísi/Stöð2Sport eftir leikinn og sagði eftirfarandi: „Ég var aldrei að fara rífa boltann af honum eða neitt svoleiðis. Virði það að hann er vítaskyttan og besta vítaskyttan, það er bara þannig."

Heimir Guðjónsson var til viðtals eftir leikinn og hafði þetta að segja: „Vuk er vítaskyttan, Úlfur var vítaskytta í fyrra og skoraði held ég úr öllum vítunum. Kjartan Henry [aðstoðarþjálfari FH], var vítaskytta og stjórnar þessu. Hann sagði Úlfur og þá bara hlusta ég," sagði Heimir við Vísi/Stöð2Sport.

Úlfur er kominn á blað með FH á þessu tímabili. Hann tók fimm víti í fyrra og skoraði úr fjórum þeirra. Eina vítið sem hann klikkaði á var gegn KR á Meistaravöllum. Simen Kjellevold í marki KR sá við honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner