Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 16:55
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi skoraði sturlað mark í stóru tapi - Fjögur mörk í fjórum leikjum
Mynd: Guðmundur Svansson
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt flottasta mark ársins til þessa í sænsku úrvalsdeildinni í 6-2 tapi Norrköping gegn AIK í dag.

Arnór Ingvi hefur verið sjóðandi heitur undanfarið en hann var að skora fjórða leikinn í röð.

Norrköping var 3-1 undir þegar rúmar fimmtíu mínútur voru komnar á klukkuna.

Boltinn datt fyrir Arnór fyrir utan teiginn og hamraði hann boltanum utanfótar í slá, stöng og inn. Ótrúlegt mark hjá Arnóri, sem er að eiga frábært tímabil til þessa.

Arnór fór af velli á 82. mínútu og inn kom Ísak Andri Sigurgeirsson en Norrköping er með 10 stig eftir 7 leiki.

Hægt er að sjá þetta frábæra mark hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner