Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt flottasta mark ársins til þessa í sænsku úrvalsdeildinni í 6-2 tapi Norrköping gegn AIK í dag.
Arnór Ingvi hefur verið sjóðandi heitur undanfarið en hann var að skora fjórða leikinn í röð.
Norrköping var 3-1 undir þegar rúmar fimmtíu mínútur voru komnar á klukkuna.
Boltinn datt fyrir Arnór fyrir utan teiginn og hamraði hann boltanum utanfótar í slá, stöng og inn. Ótrúlegt mark hjá Arnóri, sem er að eiga frábært tímabil til þessa.
Arnór fór af velli á 82. mínútu og inn kom Ísak Andri Sigurgeirsson en Norrköping er með 10 stig eftir 7 leiki.
Hægt er að sjá þetta frábæra mark hér fyrir neðan.
PANG! Arnór Traustason med en rejäl smällkaramell och IFK Norrköping har fått en drömstart på andra halvleken mot AIK ?????
— discovery+ sport ???????? (@dplus_sportSE) May 5, 2024
???? Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/z8ae85KK6y
Athugasemdir