Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. janúar 2019 08:27
Magnús Már Einarsson
Guðjón Þórðar: Það hefur ekkert breyst í fótbolta
Guðjón Þórðarson þjálfari NSI Runavik.
Guðjón Þórðarson þjálfari NSI Runavik.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Það hefur ekkert breyst í fótbolta. Til að ná árangri þarftu að leggja hart að þér, það hefur ekki breyst og mun ekki breytast," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari NSÍ Runavík, í viðtali í íþróttaþættinum 3-2 í færeyska Kringvarpinu.

NSÍ Runavík endaði í 2. sæti í færeysku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Guðjón tók við liðinu síðastliðið haust. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í Færeyjum og Guðjón er kominn á fulla ferð í þjálfun eftir að hafa síðast stýrt Grinadvík árið 2012.

„Það hefur ekki breyst undanfarin sex ár. Þú þarft að leggja hart að þér og skuldbinda þig til að ná árangri," sagði Guðjón í viðtalinu á Kringvarpinu.

„Ef þú vilt ná árangri þarftu að leggja hart að þér. Þú sást hvað HB gerði á síðasta ári. Hvaða árangri náðu þeir? Ef þú vilt fara í lautarferð þá geturðu farið í lautarferð en ef þú vilt ná árangri verður þú að leggja á þig hjá fótboltafélaginu."

Guðjón segist í viðtalinu vera að skoða styrkingu á leikmannahópnum en leikmenn sem komi verði að vera rétt styrking fyrir liðið. Nýtt tímabil í Færeyjum hefst í mars næstkomandi.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Guðjón (eftir 16:30)
Athugasemdir
banner
banner
banner