Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 08. febrúar 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Warnock: Sala hefði getað gert eitthvað sérstakt
Neil Warnock stjóri Cardiff.
Neil Warnock stjóri Cardiff.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, segir að argentínski framherjinn Emiliano Sala hefði getað gert eitthvað sérstakt með liðinu. Sala fannst látinn í gær en flugvél með hann innanborðs hvarf þann 21. janúar síðastliðinn.

Cardiff var nýbúið að kaupa Sala á fimmtán milljónir punda og gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Warnock hafði lengi fylgst með Sala en framherjinn hafði raðað inn mörkum með Nantes í Frakklandi.

„Hann var Neil Warnock týpa af leikmanni. Ég var alltaf á því að hann væri sú týpa af leikmanni sem gæti skorað tíu eða fimmtán mörk fyrir mig í úrvalsdeildinni á hverju ári. Það var samt ekki bara það, hann var líka mikill liðsmaður," sagði Warnock á fréttamannafundi í dag.

„Hann passar inn í það sem ég er að leita hjá leikmanni. Leikmaður sem hefði getað gert eitthvað sérstakt en var á sama tíma mjög góður strákur."

„Hann var á besta aldri og hann vildi sanna sig. Hann hafði verið í þægilegu umhverfi í Frakklandi þar sem hann hafði bætt sig á hverju ári."

„Ég tel að hann hafi verið tilbúinn en kannski smá hræddur við áskorunina sem er framundan. Hann vissi að hann þyrfti að taka skrefið. Ég taldi að hann gæti skorað mörk í ensku úrvalsdeildinni og hann var á sama máli."

Athugasemdir
banner
banner
banner