Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 01. maí 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Björg Gunnlaugsdóttir (FHL)
Björg Gunnlaugsdóttir.
Björg Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pirrandi góð.
Pirrandi góð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirmyndin í lífinu.
Fyrirmyndin í lífinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hafdís Ágústsdóttir.
Hafdís Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Myndi spyrja Kevin De Bruyne um öll leyndarmálin hans til að ná svona langt'
'Myndi spyrja Kevin De Bruyne um öll leyndarmálin hans til að ná svona langt'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeild kvenna hefst næsta sunnudag og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. FHL er spáð fimmta sætinu.

Björg Gunnlaugsdóttir var frábær fyrir FHL á síðustu leiktíð en hún skoraði þá sjö mörk í 17 leikjum. Björg, sem er fædd árið 2006, er á leið inn í sitt fimmta tímabil með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur alls spilað 68 KSÍ-leiki og skorað í þeim 19 mörk. Hún er yngri systir landsliðskonunar Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur.

Í dag sýnir Björg á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Björg Gunnlaugsdóttir

Gælunafn: Er yfirleitt alltaf kölluð Björg en fæ stundum Bjögga

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Júní 2020, ég átti eina stoðsendingu og stóran part í öðru marki og síðan voru 2 rauð spjöld

Uppáhalds drykkur: Pepsi maxið klikkar aldrei

Uppáhalds matsölustaður: Askur pizzeria er gott þegar það er ekkert til að borða en síðan er Serrano alltaf klassískt

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neibb

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Rookie er efst á lista núna síðan eru flestar Love Island seríur góðar

Uppáhalds tónlistarmaður: Úff á eiginlega engan uppáhalds, margir mjög góðir

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið á hlaðvörp en Blökastið/FM95blö væri þá efst á lista

Uppáhalds samfélagsmiðill: Mörg skemmtileg video á TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Snapchat

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ja” frá kærastanum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er ekkert sérstakt en ef ég þyrfti að nefna eitt þá kannski bara ÍBV vegna þess að ég myndi fá svo mikla innilokunarkennd á því að búa á lítilli eyju

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Agla María

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sigga Baxter og Björgvin Karl

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Líklegast Mist í Fylki hún er pirrandi góð

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Sara Björk í fótbolta og Áslaug Munda í lífinu ;)

Sætasti sigurinn: Vinna aðra deildina á móti Fjölni í framlengingu 2021

Mestu vonbrigðin: Þegar ég losnaði úr einangrun degi áður en ég átti að spila fyrsta U-16 ára landsleikinn minn svo ég þurfti að horfa á hann

Uppáhalds lið í enska: Manchester City

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Áslaug Munda

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Vigdís Lilja

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristófer Bjarki

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Áslaug Munda

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Áslaug María

Uppáhalds staður á Íslandi: Hjá ömmu í Ekru í Öxarfirði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu sérstöku en kannski þegar við kepptum við Breiðablik og Áslaugu Mundu systur mína í bikarnum í hittifyrra

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Mei, en ég spila bara alltaf í sama toppnum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, landsliðunum í handbolta og stórmótum í frjálsum og fimleikum og svo aðeins í körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Myndi segja ensku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var flutt aftur til Egilsstaða frá Húsavík og við vorum að keppa og mamma var alltaf að kalla inn á “áfram Völsungur” í staðinn fyrir Höttur og fattaði það ekki fyrr en önnur kona sagði henni frá því

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ársól til að vernda og hjúkra okkur, Rósey upp á vitið og Írisi Völu upp á félagsskap

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Held ég myndi senda Hafdísi í Love Island

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef orðið 15x íslandsmeistari í frjálsum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Líklegast Hafdís, kom mér á óvart hversu opin hún er

Hverju laugstu síðast: Man ekki????

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: uppspil og færslur

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Kevin De Bruyne um öll leyndarmálin hans til að ná svona langt
Athugasemdir
banner
banner