Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 01. maí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur sleppur við aðgerð - Viðbeinið úr lið og liðbönd slitnuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Sævar jónsson, leikmaður ÍA, meiddist illa í leik liðsins gegn FH á dögunum og verður hann frá næstu vikurnar.

Talið var að Hlynur þyrfti að fara í aðgerð en svo er ekki.

„Staðan er ekki nógu góð. Viðbeinið fór úr lið og liðbönd slitnuðu í öxlinni. Ég þarf ekki að fara í aðgerð sem betur fer en verð í fatla í nokkar vikur," segir Hlynur við Fótbolta.net.

„Næstu skref eru bara passa að þetta hreyfist ekkert, verð í fatlanum í nokkrar vikur og svo byrja ég bara í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfaranum okkar sem fyrst. Það er of snemmt að segja til um einhvern nákvæman tíma núna en þetta verða alltaf einhverjar vikur, u.þ.b. 4-6," bætti varnarmaðurinn við.

Hlynur er 25 á miðvörður sem hefur byrjað alla leiki ÍA í Bestu deildinni til þessa. Á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk þegar ÍA vann Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner