Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 01. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Karítas spáir í 3. umferð Bestu deildar kvenna
Hildur Karítas Gunnarsdóttir.
Hildur Karítas Gunnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur spáir Valssigri gegn Víkingum.
Hildur spáir Valssigri gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers var með þrjá rétta þegar hún spáði í aðra umferð Bestu deildar kvenna. Þriðja umferðin hefst svo á morgun.

Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Valur 3 - 1 Víkingur R. (18:00 á morgun)
Valur í hefndarhug eftir meistara meistaranna, tapa ekki aftur á heimavelli. Amanda heldur áfram að skora og Mosókonan okkar Guðrún Elísabet hendir í mark líka.

Þór/KA 1 - 2 Þróttur R. (18:00 á morgun)
Nennir enginn að spila í Boganum en hef heyrt að Þróttur elski það! Þannig þessi fer 2-1 fyrir Þrótti, Sierra setur hann, myndi segja Sæunn líka en hún spilar víst hafsent núna. Sandra María skorar væntanlega fyrir Þór/KA.

Fylkir 2 - 0 Keflavík (19:15 á morgun)
Fylkir með sinn fyrsta sigur í Bestu, komnar með nóg af jafnteflum. Guðrún Karítas opnar markareikninginn þetta árið og setur bæði.

Breiðablik 3 - 0 FH (18:00 á föstudag)
Breiðablik elska að vinna 3-0 þannig þær gera það líka í þessum leik. Vigdís Lilja og Agla María með mörkin.

Stjarnan 2 - 0 Tindastóll (18:00 á föstudag)
Stjörnukonur ennþá súrar eftir tapið á heimavelli í fyrsta leik og Tindastóll ekki unnið leik og gera það ekki í þessum leik því miður. Bæði mörkin koma úr föstum leikatriðum og ætli það verði ekki bara hafsentinn Hannah, hún ætlar að verða markahæst!

Fyrri spámenn:
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner