Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 7. september
Þjóðadeildin A
Þýskaland 5 - 0 Ungverjaland
Holland 5 - 2 Bosnía
Þjóðadeildin B
Georgía 4 - 1 Tékkland
Írland 0 - 2 England
Úkraína 1 - 2 Albanía
Grikkland 3 - 0 Finnland
Þjóðadeildin C
Færeyjar 1 - 1 Norður Makedónía
Armenia 4 - 1 Lettland
Þjóðadeildin D
Moldova 2 - 0 Malta
Vináttulandsleikur
Rússland 0 - 0 Thailand
Bandaríkin 1 - 2 Kanada
Mexíkó - Nýja-Sjáland - 00:30
Serbia U-19 1 - 2 Montenegro U-19
Croatia U-18 - Korea Republic U-18 - 09:00
Germany U-17 3 - 0 Mexico U-17
Turkmenistan U-19 2 - 2 Wales U-19
Austria U-17 3 - 1 Finland U-17
Sweden U-20 0 - 1 Denmark U-20
France U-19 3 - 0 Mexico U-19
Iceland U-19 0 - 1 Qatar U-19
Italy U-19 2 - 1 Germany U-19
Norway U-18 3 - 5 Denmark U-18
Sweden U-18 7 - 5 Belgium U-18
Belgium U-19 0 - 3 Austria U-19
England U-17 0 - 0 Israel U-17
Lithuania U-19 1 - 2 Armenia U-19
Netherlands U-18 2 - 0 Italy U-18
Portugal U-19 4 - 0 Hungary U-19
Croatia U-19 1 - 1 England U-19
Romania U-16 2 - 2 Czech Republic U-16
Slovenia U-19 1 - 2 Poland U-19
Fiji - Hong Kong - 03:00
Vanuatu - Australia U-23 - 04:00
Uzbekistan U-21 2 - 0 Vietnam U-21
China PR U-21 1 - 0 Malaysia U-21
Cyprus U-19 0 - 2 Moldova U-19
Morocco U-17 1 - 0 South Africa U-17
Ireland U-19 0 - 0 Kazakhstan U-19
Malta U-19 0 - 0 Bulgaria U-19
United Arab Emirates U-20 0 - 1 Poland U-18
Toppserien - Women
Lillestrom W 1 - 0 Roa W
Damallsvenskan - Women
Hacken W 4 - 0 AIK W
Norrkoping W 1 - 0 Vaxjo W
Elitettan - Women
Sundsvall W 0 - 0 Sunnana W
Jitex W 4 - 2 Eskilstuna United W
Bollstanas W 1 - 0 Orebro SK W
Mallbacken W 0 - 1 Malmo FF W
Alingsas W 1 - 2 Uppsala W
Gamla Upsala W 2 - 1 Kalmar W
banner
mið 01.maí 2024 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 5. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. FHL er spáð fimmta sætinu annað árið í röð.

FHL er spáð fimmta sæti.
FHL er spáð fimmta sæti.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL.
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Björg Gunnlaugsdóttir var mjög góð á síðasta tímabili. Mjög efnilegur leikmaður.
Björg Gunnlaugsdóttir var mjög góð á síðasta tímabili. Mjög efnilegur leikmaður.
Mynd/Raggi Óla
Emma Hawkins styrkir sóknarleik FHL.
Emma Hawkins styrkir sóknarleik FHL.
Mynd/FHL
Úr leik hjá FHL á undirbúningstímabilinu.
Úr leik hjá FHL á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gerir FHL í sumar?
Hvað gerir FHL í sumar?
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. FHL, 99 stig
6. Grindavík, 81 stig
7. Selfoss, 76 stig
8. Grótta, 61 stig
9. ÍA, 56 stig
10. ÍR, 21 stig

5. FHL
Líkt og í fyrra, þá er FHL spáð fimmta sæti Lengjudeildarinnar. Í fyrra var niðurstaðan aðeins verri en þjálfarar og bjuggust við fyrir mót, þar sem FHL endaði í áttunda sæti af tíu liðum. Liðið var langt frá fallsvæðinu en á sama tíma langt frá efri hlutanum. Frekar mikið 'bleh' tímabil ef svo má segja en þau fyrir austan horfa eflaust í það að gera betur núna í sumar og koma sér aftur í efri hluta deildarinnar.

Þjálfarinn: Björgvin Karl Gunnarsson stýrir liðinu áfram en hann tók við FHL í lok árs 2018. Hann spilaði lengi vel með Hetti sem leikmaður og þekkir vel til á svæðinu. Þessi reynslumikli þjálfari stýrði kvennaliði Hattar í upphafi þjálfaraferilsins. Svo tók hann við KR og var þar frá 2011 til 2015. Svo hefur Kalli, eins og hann er kallaður, stýrt FHL við góðan orðstír síðustu ár en hann kom liðinu upp úr 2. deild sumarið 2021. FHL er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í Lengjudeildinni undir hans stjórn.

Styrkleikar: Þjálfari liðsins, Kalli, hefur verið lengi við stjórnvölinn og flestir leikmenn liðsins þekkja hans áherslur vel. Hann er góður í að sækja erlenda leikmenn austur og koma þeir leikmenn yfirleitt með mikið að borðinu. Það er verið að leggja mikið í liðið og metnaðurinn er klárlega til staðar. Heimavöllur FHL er líklega einn sá sterkasti í deildinni og þar getur myndast stemning. FHL náði í fjóra af fimm sigrum sínum í deildinni í fyrra í Fjarðabyggðarhöllinni, en það er gríðarlega erfitt fyrir önnur lið að fara þangað inn.

Veikleikar: Eins og í fyrra, þá eru erlendu leikmenn liðsins að koma smá seint til móts við liðið og þær hafa ekki fengið allt undirbúningstímabilið fyrir austan. Það gæti tekið þær tíma að aðlagast landinu og nýrri menningu, en allir erlendu leikmennirnir eru að spila hér á landi í fyrsta sinn. Reynslumiklir íslenskir leikmenn hafa horfið á braut og þurfa yngri leikmenn að stíga upp. FHL þarf að sýna sterkari varnarleik en í fyrra þar sem þær fengu á sig 44 mörk í 18 leikjum.

Lykilmenn: Björg Gunnlaugsdóttir, Emma Hawkins og Samantha Rose Smith.

Fylgist með: Írisi Völu Ragnarsdóttur, efnilegur varnarmaður sem er fædd árið 2007. Hún steig skref í fyrra með því að spila ellefu leiki í Lengjudeildinni og var svo valin efnilegasti leikmaður FHL eftir tímabilið. Hefur verið í úrtakshópum fyrir yngri landsliðin og er spennandi leikmaður.

Komnar:
Alexa Ariel Bolton frá Bandaríkjunum
Deja Jaylyn Sandoval frá Bandaríkjunum
Emma Hawkins frá Bandaríkjunum
Keelan Terrell frá Bandaríkjunum
Kristín Magdalena Barboza frá Breiðabliki (á láni)
Laia Arias Lopez frá Spáni
Samantha Rose Smith frá Bandaríkjunum
Selena Del Carmen Salas Alonso frá Spáni
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir frá ÍH

Farnir:
Alba Prunera Vergé
Ashley Brown Orkus
Barbara Perez Iglesias
Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir
Halldóra Birta Sigfúsdóttir
Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Víking R. (var á láni)
Natalie Colleen Cooke til Portúgal
Ólöf Rún Rúnarsdóttir
Sofia Gisella Lewis til Portúgal

Þurfum enn að bæta nokkra þætti
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, er spenntur fyrir sumrinu sem er framundan og er markmiðið að búa til góðar minningar.

„Já, það kemur mér nokkuð á óvart að okkur sé spáð fimmta sæti þar sem fyrri hluti undirbúningsins gekk brösulega, en við höfum verið í góðri þróun eftir æfingaferð. Kannski eigum við því skilið að vera á þessum slóðum í spánni."

„Síðasta tímabil var rússíbani, við spiluðum oft ágætlega en fengum of mikið af mörkum á okkur. Við þurftum að breyta leikplani til að halda okkur uppi, en það var lærdómsríkt."

„Það gekk nokkuð brösulega framan af í vetur, en við höfum náð betri tökum á okkar leik og þetta lítur ágætlega út hjá okkur. Við þurfum enn að bæta nokkra þætti til að geta verið að berjast í efri hlutanum."

„Það eru þónokkrar breytingar á hópnum, en verst er að missa heimakonurnar Halldóru, Ólöfu og Elísabetu. okkur hefur alltaf tekist nokkuð vel í að styrkja liðið, og held að það sé líka raunin í ár."

„Ég hef trú á að þessi deild verði jafnari en hún hefur verið. Liðin sem komu upp eru góð sem og liðin sem komu niður þannig að þetta verður hörkudeild þar sem allir geta unnið alla. Markmiðin okkar eru að þróast sem lið og verða betri einstaklingar, hafa gaman af þessu og búa til góðar minningar sumarið 2024."

„Mætum á völlinn í sumar og styðjum okkar lið."

Fyrstu þrír leikir FHL:
5. maí, Selfoss - FHL (JÁVERK-völlurinn)
12. maí, FHL - ÍA (Fjarðabyggðarhöllin)
24. maí, HK - FHL (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner