Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. maí 2019 16:29
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Salah: Verðum aftur í toppbaráttu á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að hafa náð í 97 stig á tímabilinu og tapað aðeins einum leik þá varð Liverpool ekki enskur meistari, Manchester City náði í 98 stig sem gerir þá að enskum meisturum annað árið í röð.

Mohamed Salah sem skoraði 22 deildarmörk í vetur segir að Liverpool muni berjast aftur um titilinn á næsta tímabili.

„Við töpuðum aðeins einum deildarleik á tímabilinu, við gáfum allt í þessa baráttu og náðum í 97 stig. Við munum berjast aftur um titilinn á næsta tímabili," sagði Salah.

Þrír leikmenn enduðu jafnir í baráttunni um gullskóinn, þar er Salah á meðal en ásamt honum er liðsfélagi hans Sadio Mane sem skoraði tvö mörk í dag og framherji Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang. Þessir leikmenn skoruðu allir 22 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner