Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 31. ágúst 2019 12:44
Fótbolti.net
Besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar er...
Beitir Ólafsson
Beitir Ólafsson, markvörður KR.
Beitir Ólafsson, markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djogatovic í eldlínunni.
Djogatovic í eldlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net stóð fyrir könnun þar sem skoðað var hverjir væru bestir í Pepsi Max-deildinni að mati fólksins í stúkunni. Valið var eftir stöðum og gat hver sem er tekið þátt en þátttakan var gríðarlega góð.

Á X977 í dag var opinberað hverjir þrír efstu í hverjum flokki eru og hér að neðan má sjá þrjá bestu markverðina.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, vann kosninguna með talsverðum yfirburðum.

Þátttakendum gafst kostur á að koma með rökstuðning fyrir vali sínu og birtum við valin ummæli með.



1. Beitir Ólafsson (KR)

„Steig upp og hefur bætt sig gríðarlega. Rúnar vissi hvað hann var að syngja."

„Hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni og er í liðinu sem er á toppnum, besta frammistaða yfir allt mótið."

„Haförninn er gælunafn sem á vel við Beiti. Hann gjörsamlega eignar sér teiginn."



2. Vladan Djogatovic (Grindavík)

„Án hans væri Grindavík löngu fallið. Hefur varið ótrúlega vel í allt sumar."

„Aðrir markmenn deildarinnar hafa átt kaflaskipt sumar en Djogatovic sýnt mestan stöðugleika."

„Búinn að verja meistaralega yfir allt tímabilið og er ein af aðalástæðunun fyrir því að Grindvíkingar eru ekki fallnir strax."



3. Arnar Freyr Ólafsson (HK)

„Gerir fá mistök, alvöru skrokkur, vel spilandi og frábær einn gegn einum."

„Ýmsir höfðu útilokað að hann væri nægilega góður fyrir efstu deild fyrir tímabilið en hefur sannarlega svarað þeim efasemdarröddum."

„Stór ástæða fyrir góðu gengi HK-inga í sumar."
Athugasemdir
banner
banner