Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Linda Líf íþróttamaður ársins hjá Þrótti
Linda Líf Boama.
Linda Líf Boama.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf Boama var valin íþróttamaður ársins hjá Þrótti Reykjavík árið 2019.

Í upphafi síðasta árs gekk Linda Líf, sem er fædd árið 2001, til liðs við Þrótt frá HK/Víkingi og óhætt er að segja að hún hafi blómstrað með liðinu í Inkasso-deildinni.

Strax í fyrsta leik í Íslandsmótinu skoraði hún þrennu og setti tóninn fyrir sumarið.

Þrátt fyrir ungan aldur var Linda Líf lykilmaður í meistaraliði Þróttar og skoraði alls 22 mörk í 18 leikjum í deildinni. Að loknu móti var Linda Líf valin í úrvalslið Inkasso deildarinnar og var hún valin efnilegust af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar.

Linda var valin í U19 landsliðið og lék þar sjö leiki og skoraði tvö mörk. Linda Líf lék alla leiki liðsins í undankeppni EM þar sem lið Íslands tryggði sér sæti í milliriðli undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner