Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuttugu leikmenn sem gætu slegið í gegn á áratugnum
Trent Alexander-Arnold fagnar marki gegn Leicester í síðustu viku.
Trent Alexander-Arnold fagnar marki gegn Leicester í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Edoardo Camavinga.
Edoardo Camavinga.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Lee Kang-in.
Lee Kang-in.
Mynd: Getty Images
Lautaro Martinez.
Lautaro Martinez.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Riqui Puig.
Riqui Puig.
Mynd: Getty Images
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Ferran Torres.
Ferran Torres.
Mynd: Getty Images
Federico Valverde.
Federico Valverde.
Mynd: Getty Images
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Getty Images
Þó það sé kannski ekki kominn nýr áratugur í okkar tímatali þá eru Englendingar byrjaðir að tala um nýjan áratug og nýja tíma í fótboltaheiminum.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi munu ekki skemmta okkur með hæfileikum sínum til eilífðar og styttist í endalokin á þeirra ferlum.

Hverjir munu taka við af þeim sem bestu fótboltamenn heims?

Ben Hayward á Evening Standard tók saman 20 fótboltamenn sem gætu slegið í gegn á komandi áratug.

Trent Alexander Arnold
Er nú þegar goðsögn hjá Liverpool eftir þann þátt sem hann spilaði í Meistaradeildarsigrinum á síðustu leiktíð. Hornspyrna hans gegn Barcelona á Anfield er mjög eftirminnileg. Hann á stóra framtíð fyrir höndum í Liverpool.

Hinn 21 árs gamli Alexander-Arnold er enginn venjulegur hægri bakvörður. Hann er með magnaðar sendingar og má segja að hann spili bakvörðinn sem miðjumaður.

„Ég hef þekkt Trent Alexander-Arnold frá því hann var 17 ára," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í desember síðastliðnum. „Hann var alltaf mjög hæfileikaríkur, en við vorum ekki vissir að hann væri nægilega líkamlega sterkur. Núna er hann algjör vél. Hann hefur komið mikið á óvart."

Eduardo Camavinga
Camavinga er fæddur í Angóla í nóvember árið 2002. Hann er nú þegar byrjunarliðsmaður hjá Rennes í frönsku úrvalsdeildinni. Hann varð yngsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann spilaði gegn Angers á síðasta tímabili, aðeins 16 ára.

Camavinga spilar fyrir framan vörnina og er mjög yfirvegaður, langt umfram aldur. Þessi 17 ára gamli varnarsinnaði miðjumaður er sterkur, snöggur og virðist alltaf vera rétt staðsettur til að vinna boltann aftur.

Hann er miklu meira en að vera bara einhver sem getur brotið sóknir bak aftur, eins og sást í sendingu sem hann átti í ágúst þegar hann lagði upp sigurmark gegn Paris Saint-Germain.

Hérna má skoða myndbrot úr leiknum gegn PSG.

Hann varð síðar yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að verða valinn leikmaður mánaðarins í frönsku úrvalsdeildinni.

Frenkie de Jong
Leikmaður sem braut fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili. Var einn af máttarstólpunum í liði Ajax sem vann hollensku tvennuna og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Var keyptur til Barcelona og hefur verið í stóru hlutverki það sem af er þessu tímabili.

Hefur komið með mikla dýnamík inn á miðju Barcelona þar sem hann hefur verið að spila vinstra megin. Í framtíðinni gæti hann tekið við af Sergio Busquets sem djúpur á miðjunni.

„Ég hef stundum sýnt gæði mín, en heilt yfir get ég spilað mikið betur! Ég verð að skora fleiri mörk og gefa fleiri stoðsendingar," sagði De Jong í síðustu viku.

Hann er nú þegar einn af bestu miðjumönnum í heimi og er staðráðinn í að bæta sig enn frekar. Hann gæti gert það næsta áratuginn hjá Barcelona.

Matthijs de Ligt
Annar leikmaður úr stórkostlegu liði Ajax frá síðasta tímabili; hann var fyrirliði liðsins og leiðtoginn í hjarta varnarinnar. Hann gekk í raðir Juventus fyrir 75 milljónir evra síðasta sumar.

Hann gerði mistök í upphafi tímabils, en er að aðlagasta ítalska leiknum.

De Ligt er hávaxinn, sterkur líkamlega og góður í loftinu. Hann er líka góður tæknilega, með hraða og góðar sendingar. Hann er framtíðarkostur fyrir varnarlínu Juventus sem er ekki ung í aldri. „Hann vill verða besti varnarmaður í heimi," sagði framkvæmdastjóri Ajax, Edwin van der Sar, um De Ligt.

Gianluigi Donnarumma
Donnarumma hjá AC Milan er eini markvörðurinn á þessum lista. Hann er hugsaður sem arftaki ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon í landsliðinu.

Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri hefur Donnarumma spilað 180 leiki fyrir aðallið Milan, en hann lék sinn fyrsta leik 16 ára gamall árið 2015. Hann hefur verið aðalmarkvörður ítalska landsliðið frá því árið 2018.

Donnarumma er 196 sentímetrar á hæð og hefur mikla nærveru í teignum. Hann er nú þegar í heimsklassa og getur bætt sig enn frekar. Hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Milan og gæti verið á flakkað um á næstunni.

Ansu Fati
Ekki margir fyrir utan Barcelona höfðu heyrt nafnið Ansu Fati þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Börsunga, 16 ára gamall, í september síðastliðnum. Hann hafði þó strax áhrif á liðið og greip tækifærið.

Hann flutti sex ára gamall til Spánar og fór La Masia akdemíu Barcelona er hann var tíu ára.

Hann skoraði sigurmark gegn Inter í Meistaradeildinni í nóvember og varð þar með yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar. Hann skrifaði undir nýjan samning nýlega og mun riftunarákvæði í samningi hans fara upp í 400 milljónir evra er hann verður 18 ára. Barca hefur trú á að það muni koma meira frá honum og það ætti að vera þannig.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og hann hefur það sem til þarf til að ná árangri," sagði sjálfur Lionel Messi um Fati.

Joao Felix
Keyptur til Atletico sem eftirmaður Antoine Griezmann eftir að Frakkinn fór til Barcelona síðasta sumar. Hann varð þriðji dýrasti leikmaður sögunnar, þá 19 ára, er Atletico borgaði fyrir hann 126 milljónir evra.

Hann var valinn besti leikmaðurinn í Evrópu 21 árs og yngri síðasta nóvember. Hann hefur lent í nokkrum erfiðleikum og meiðslum hjá Atletico hingað til, en hefur þrátt fyrir það sýnt merki um það hversu langt hann getur náð.

Felix hefur hraða og er mjög góður á boltanum. Hann er einn af þessum leikmönnum sem er líklegur til að gera eitthvað í hvert skipti sem hann er með boltann.

Hann er núna tvítugur og hefur sýnt það að hann getur skorað fullt af mörku, þó hann eigi nú reyndar eftir að sýna það hjá Atletico. Hann skoraði 20 mörk í öllum keppnum fyrir Benfica á síðustu leiktíð.

„Getur hann gert það sem ég gerði á Spáni? Ég held það, vegna þess að hann er frábær leikmaður sem getur náð mjög langt og þróast mikið," sagði Cristiano Ronaldo um landa sinn, Felix, í ágúst á síðsta ári.

Erling Braut Haaland
Norðmaðurinn sem allir eru að tala um. Borussia Dortmund hafði betur gegn félögum eins og Manchester United og Juventus í baráttunni um Haaland. Hann fer til Dortmund frá Salzburg í þessum mánuði fyrir 20 milljónir evra.

Erling Braut er sonur Alf-Inge Haaland, sem spilaði með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City. Hann hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum fyrir Salzburg á tímabilinu, þar á meðal átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni.

Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Noregs og tvo A-landsleiki. Síðasta sumar þegar hann skoraði níu mörk í 12-0 sigri á Hondúras á HM U20 síðasta sumar.

„Strákurinn er með gríðarlega hæfileika, hann getur gert nánast allt," sagði Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch, þjálfari Salzburg, um Haaland í september.

Haaland hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic út af hæð sinni og færni í að skora mörk.

Kai Havertz
Enn einn hæfileikaríki miðjumaðurinn frá Þýskalandi. Hann hefur nú þegar spilað yfir 120 leiki og skorað 31 mark fyrir Leverkusen frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2016.

Havertz hefur verið líkt við Mesut Özil, Toni Kroos og Michael Ballack. Hann er með tæknilega hæfileika, er jafnfættur og sterkur líkamlega.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, en þessi tvítugi leikmaður á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Lee Kang-in
Hann fór frá heimalandi sínu, Suður-Kóreu, árið 2011 til að fara í akademíu Valencia. Hann er núna kominn í aðalliðið og er einn af leikmönnum framtíðarinnar.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Valencia á síðustu leiktíð, þá 17 ára. Kang-in, sem leikur framarlega á miðjunni eða á kanti, hefur komið við sögu í 13 leikjum á þessari leiktíð.

Eins og Haaland þá vakti Kang-in athygli á HM U20 síðasta sumar. Hann var valinn besti leikmaður mótsins er Suður-Kórea endaði í öðru sæti.

„Hann er drengur með mikinn metnað og er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði Miguel Grau, fyrrum unglingaþjálfari hjá Valencia. „Þetta tvennt kemur saman. Við sem þekkjum hann, við efumst ekki um hann."

Lautaro Martinez
Keyptur fyrir 22,7 milljónir evra frá Racing Club í Argentínu til Inter árið 2018. Hann er á öðru tímabili sínu hjá Inter og hefur hann skorað 13 mörk í 21 leik á tímabilinu.

Hann reyndist Barcelona erfiður í Meistaradeildinni, og skoraði hann á fyrstu tveimur mínútunum í 2-1 tapi á Nývangi. Hann hefur verið orðaður við Barcelona, sem eftirmaður fyrir Luis Suarez þegar hann yfirgefur Katalóníufélagið. Inter vill halda framherjanum, sem er með 111 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.

Hann hefur skoraði þá átta mörk í 13 leikjum með argentíska landsliðinu á síðasta ári og sagði landsliðsþjálfarinn, Lionel Scaloni: „Lautaro Martinez er nútíð og framtíð Argentínu."

Kylian Mbappe
Mbappe er nú þegar Heimsmeistari og þrefaldur Frakklandsmeistari, og er hann aðeins 21 árs. Hann hefur alla burði til þess að verða besti fótboltamaður í heimi.

Hann hefur mikinn sprengikraft, er lipur á boltanum og er gríðarlega, gríðarlega hraður. Hann er líka sterkur í að klára færi og hefur hann skorað meira en 100 mörk fyrir félagslið. Hann er nú þegar á meðal besta meðal leikmanna heims og telja margir að hann fari á toppinn þegar Messi og Ronaldo hætta.

„Ég kalla hann gulldrenginn," sagði Neymar, liðsfélagi hans hjá PSG, í viðtali síðsta mars. Neymar sparaði ekki stóru orðin og sagði: „Hann verður einn besti fótboltamaður sögunnar."

Ef það er einhver fótboltamaður sem gæti verið yfirburðagóður næsta áratuginn, þá er það Mbappe.

Martin Ödegaard
Annar Norðmaðurinn á þessum lista er Ödegaard, sem er að eiga mjög gott tímabil hjá Real Sociedad á láni frá Real Madrid.

Hann var mjög ungur þegar fólk fór fyrst að taka eftir honum og var hann aðeins 16 ára þegar hann var fenginn til Real Madrid. Það hefur tekið hann nokkur ár að sýna hvað í honum býr.

Hann fór á lán til Hollands, til Heerenveen og Vitesse þar sem fékk tækifæri til að þroskast. Nú er hann að spila á Spáni, hjá Sociedad, og hefur verið að standa sig mjög vel.

Miðjumaðurinn sem varð 21 árs í síðasta mánuði hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fimm á þessu tímabili.

„Hann er mjög þroskaður ungur leikmaður sem veit hvaða skref hann þarf að taka til að ná árangri," sagði Imanol Alguacil, þjálfari Real Sociedad, um Ödegaard nýlega.

Riqui Puig
Margir stuðningsmenn Barcelona skilja ekki hvers vegna Puig er ekki notaður í aðalliðinu og Ernesto Valverde, þjálfari Börsunga, á enn eftir að koma með sannfærandi útskýringu. Valverde sagði í nóvember að Puig myndi einhvern tímann spila með aðalliðinu, en hvenær vissi hann ekki.

Frammistaða hans með B-liði Barcelona og hans fáu mínútur með aðalliðinu benda til þess að hann sé nægilega góður nú þegar.

Hann er ekki nægilega sterkur líkamlega, en það er ekki auðvelt að ýta honum af boltanum. Eiginleiki hans að komast fram hjá andstæðingum og renna boltanum á samherja inn í teignum er færni sem leikmenn öðlast í La Masia akademíunni.

„Hann er með mikið sjálfstraust þegar hann spilar. Hann lítur alltaf fram á við og felur sig aldrei," sagði Valverde um miðjumanninn á síðasta ári.

Rodrygo
Real Madrid missti af Neymar frá Santos fyrir nokkrum árum, en núna náðu þeir í Rodrygo frá brasilíska félaginu. Mögulega næstu stórstjörnuna frá Brasilíu. Hann er nú þegar farinn að gera góða hluti í spænsku höfuðborginni.

Það var búist við því að Rodrygo, sem verður 19 ára í janúar, yrði mikið með unglingaliðinu á þessu tímabili eftir 45 milljón evra félagaskipti sín frá Santos. En hann er í aðalliðinu og hefur nú þegar skorað sex mörk fyrir lið Zinedine Zidane.

Hann skoraði þrennu gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í nóvember og varð næst yngsti leikmaðurinn í sögunni til að gera það. Seinna í þeim mánuði spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir A-landslið Brasilíu, 1-0 tapi gegn Argentínu í vináttulandsleik.

„Hann er leikmaður sem er alltaf að reyna að bæta sig og hann hefur sýnt það að hann er mikilvægur fyrir Real Madrid," sagði liðsfélagi hans hjá Real og Brasilíu, Casemiro, í nóvember.

Jadon Sancho
Einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu. Enskur kantmaður sem sá ekki fram á spiltíma hjá Manchester City og ákvað því að fara til Þýskalands, til Borussia Dortmund, þar sem hann hefur slegið í gegn.

Hann er á þriðja tímabili sínu í Dortmund, líklega því síðasta. Á þessu hefur hann skorað 12 mörk mörk í 24, og lagt upp nokkur til viðbótar.

Þessi 19 ára gamli enski landsliðsmaður er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu. Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Liverpool, Chelsea, Barcelona og Real Madrid. Spennandi verður að sjá hvert hann fer.

Raheem Sterling
Elsti leikmaðurinn á þessum lista, en Sterling er 25 ára og á bestu ár ferilsins framundan.

Hann hefur skorað yfir 20 mörk síðastliðin tvö tímabil og er nú þegar búinn að ná því á þessu tímabili. Það stefnir í hans besta tímabil. Á síðasta skoraði hann þá átta mörk í níu leikjum með enska landsliðinu. Á þessum áratug hefur hann svigrúm í að verða enn betri.

Spurður að því í september síðasta hvort hann gæti komist á sama stall og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, þá sagði Pep Guardiola, stjóri hans hjá Manchester City: „Ekki núna, en kannski í framtíðinni, ég óska þess."

Ferran Torres
Þessi 19 ára gamli kantmaður kom upp í gegnum akademíu Valencia og er núna á sínu þriðja tímabili í aðallðinu. Hann er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Spánar.

Hann varð yngsti markaskorari í sögu félagsins í Meistaradeildinni þegar hann skoraði gegn Lille í nóvember.

Hann er hægri kantmaður með mikla tæknilega getu og auga fyrir markinu. Hann er í U21 landsliði Spánar og skrifaði nýlega undir nýjan samning með 100 milljón evra riftunarverði. Valencia vill ekki missa hann ódýrt.

„Hann er með allt sem þarf til að komast á toppinn. Hraða, getu... hann er allur pakkinn," sagði Santi Denia, þjálfari U19 landsliðs Spánar um Torres.

Fede Valverde
Real tókst ekki að fá miðjumann síðasta sumar, en Fede Valverde hefur stigið upp þess í stað.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur komið eins og stormsveipur inn á miðjuna hjá Madrídarfélaginu, miðju sem var orðin þreytt með Luka Modric og Toni Kroos. Hann hefur komið inn með mikla orku.

Hann er miðjumaður sem flakkar um á milli teiga með mikla orku og drifkraft. Hann hjálpar til í vörn og sókn, og nær því besta út úr sumum liðsfélögum sínum. Hver sem gæti komið næsta sumar, þá á Valverde að halda sér í liðinu.

„Ég elska þennan leikmann," sagði Kroos við Evening Standard í nóvember. „Að koma hingað er ekki auðvelt. Að spila svona á þessum aldri segir mér að hann er með mikil gæði og ég er nokkuð viss um að hann muni eigi góða framtíð hérna. Í mörg, mörg ár."

Vinicius Junior
Síðasta nafnið á þessum lista er Brasilíumaðurnn Vinicius, 19 ára gamall leikmaður Real Madrid. Hann kom mjög sterkur inn á síðasta tímabili, en tækifærin hafa verið færri á þessari leiktíð eftir komu Eden Hazard og Rodrygo.

Það hefur tíma fyrir hann að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir gegn Ajax í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Vandamál fyrir framan markið hafa vakið upp spurningar um það hvort hann geti náð árangri á hæsta stigi fótboltans, en eiginleiki hans að komast fram hjá leikmönnum gerir hann að mjög sérstökum leikmanni. Í framtíðinni mun hann væntanlega bæta sig þegar kemur að ákvarðanatöku og skothæfni.

„Vinicius Junior er stórkostlegur fótboltamaður," sagði brasilíska goðsögnin Ronaldo í nóvember á síðasta ári. Það eitt og sér, að Ronaldo segi þetta, ætti að vera nóg svo að fólk fylgist mjög vel með þessum leikmanni í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner