Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður James liðsfélagi Gylfa?
Ancelotti og James gætu endurnýjað kynni sín.
Ancelotti og James gætu endurnýjað kynni sín.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Nicolo Shira segir að Everton hafi mikinn áhuga á sóknarsinnaða miðjumanninum James Rodriguez, leikmanni Real Madrid.

Janúarglugginn er opinn og geta félög á Englandi núna keypt og selt leikmenn.

Carlo Ancelotti er tekinn við Everton og hann vill væntanlega styrkja hópinn eitthvað. Shira segir að James sé á óskalistanum og hann sé fáanlegur fyrir 42 milljónir evra.

James er 28 ára gamall Kólumbíumaður sem hefur verið á mála hjá Real Madrid frá árinu 2014. Hann var keyptur til Madrídar eftir frábært Heimsmeistaramót með Kólumbíu.

Hann hefur ekki náð að fóta sig almennilega frá komu sinni til Madrídar og var hann í láni hjá Bayern München síðustu tvö tímabil. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í níu leikjum með Real og skorað eitt mark.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton sem er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar þessi frétt er skrifuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner