Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. janúar 2021 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hafði betur gegn Man Utd í baráttu um Bajcetic
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið frá kaupum á Stefan Bajcetic, 16 ára gömlum varnarmanni frá Celta Vigo á Spáni.

Það er The Athletic - mjög áreiðanlegur miðill - sem greinir frá þessu.

Liverpool kaupir hann fyrir 250 þúsund evrur að sögn The Athletic.

Manchester United, erkifjendur Liverpool, hafa einnig haft áhuga á honum en það var Liverpool sem hafði betur í baráttunni um þennan efnilega leikmann.

Liverpool er einnig búið að ganga frá kaupum á Calum Scanlon, 15 ára gömlum vinstri bakverði frá Birmingham. Hann kostar félagið 400 þúsund pund.

Það taka nýjar reglur núna gildi í enska boltanum vegna Brexit þar sem félög mega ekki kaupa leikmenn erlendis frá sem eru yngri en 18 ára. Þess vegna dreif Liverpool sig í því að kaupa Bajcetic.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner