Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. júní 2021 08:15
Elvar Geir Magnússon
EM U21: Vító, hjólhestaspyrna og dramatík í 8-liða úrslitum
Jonathan Burkardt og félagar í U21 liði Þýskalands fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni.
Jonathan Burkardt og félagar í U21 liði Þýskalands fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni.
Mynd: Getty Images
Nikolas Nartey, leikmaður Dana.
Nikolas Nartey, leikmaður Dana.
Mynd: EPA
Holland fagnar flautumarkinu.
Holland fagnar flautumarkinu.
Mynd: Getty Images
Spánverjar mæta Portúgal í undanúrslitum.
Spánverjar mæta Portúgal í undanúrslitum.
Mynd: Getty Images
Samuele Ricci, leikmaður Ítalíu, leynir ekki vonbrigðum sínum.
Samuele Ricci, leikmaður Ítalíu, leynir ekki vonbrigðum sínum.
Mynd: Getty Images
Í gær hófst útsláttarkeppni Evrópumóts U21 landsliða en keppnin fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Leikið var í 8-liða úrslitum í gær og óhætt að segja að nóg hafi verið um dramatík.



Þýskaland vann í vító
Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram úrslit í leik Þýskalands og Danmerkur. Danir voru nálægt því að vinna leikinn í hefðbundnum leiktíma eftir að hinn ákaflega efnilegi Wahid Faghir, 17 ára, kom af bekknum og skoraði. En á 88. mínútu jafnaði Lukas Nmecha og leikurinn var framlengdur.

Í framlengingu komst Þýskaland yfir með marki frá Jonathan Burkardt, leikmanni Mainz, en Danir svöruðu með marki frá Victor Nelsson úr vítaspyrnu og komu leiknum í vítaspyrnukeppni. Þar var hádramatík en Þjóðverjar fögnuðu sigri 6-5 í bráðabana.



Flautusigurmark Hollendinga
Myron Boadu, sóknarmaður AZ, skoraði bæði mörk Hollands í 2-1 sigri gegn Frakklandi í Búdapest. Þar af var sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma, eftir sendingu Justin Kluivert. Flott endurkoma Hollendinga í leiknum en Dayot Upamecano, varnarmaður RB Leipzig, kom franska liðinu yfir í fyrri hálfleik. Holland mætir Þýskalandi í undanúrslitum,



Puado hetja Spánverja í framlengingu
Javi Puado, sóknarleikmaður Espanyol, skoraði sigurmark Spánverja sem lögðu Króatíu 2-1 í framlengdum leik. Puado kom Spáni líka yfir í venjulegum leiktíma en í uppbótartíma hans jafnaði Luka Ivanusec, leikmaður Dinamo Zagreb, og tryggði Króötum framlengingu.



Rautt spjald, markaflóð og hjólhestaspyrna
Leikur Ítalíu og Portúgals var stórskemmtilegur. Portúgal komst í 2-0 með mörkum Dany Mota sem spilar fyrir Monza á Ítalíu. Tommaso Pobega minnkaði muninn fyrir Ítalíu í blálok fyrri hálfleiks og staðan 2-1 í leikhléi. Í seinni hálfleik jók Portúgal forystuna með marki Goncalo Ramos en Ítalía jafnaði í 3-3 með mörkum Gianluca Scamacca og Patrick Cutrone.

Framlengja þurfti leikinn en þar varð Ítalía fyrir áfalli þegar Matteo Lovato fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Portúgal nýtti sér liðsmuninn, Jota og Chico Conceicao skoruðu. 5-3 lokatölur og það verður grannaslagur Portúgals og Spánar í undanúrslitunum sem leikin verða á fimmtudag.

Mark mótsins til þessa var hjólhestaspyrnumark Dany Mota sem sjá má hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner