Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. júní 2021 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti leikur á Laugardalsvelli með áhorfendum í tæp tvö ár
Icelandair
Mynd: Getty Images
A-landslið kvenna mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum á Laugardalsvelli – 11. og 15. júní. Þetta eru síðustu skipulögðu leikir landsliðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Ísland mætir Hollandi þann 21. september í fyrsta leik undankeppninnar.

Möguleiki er á því að einn leikur bætist við í landsleikjaglugganum fyrir fyrsta leik í undankeppni en ekkert er í hendi að svo stöddu.

1800 áhorfendur mega vera í stúkunni á leikjunum, í sex 300 manna sóttvarnarhólfum og er þetta í fyrsta sinn síðan í október 2019 sem áhorfendur verða á leik á Laugardalsvelli.

Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en sextíu áhorfendur eru leyfðir síðan íslenska karlandsliðið mætti Andorra í október 2019.

Heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir að áhorfendur hafi verið leyfðir á leikjum landsliðanna síðan þá.

Miðasala er hafin á Tix.is og getur hver kaupandi mest keypt fjóra miða. Miðaverð er kr. 2.000 (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri).
Athugasemdir
banner
banner