Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 01. júní 2021 15:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ frestar tveimur leikjum öðru sinni vegna landsliðsins
Brynjar Ingi er í landsliðshópnum fyrir komand leik gegn Færeyjum
Brynjar Ingi er í landsliðshópnum fyrir komand leik gegn Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikum í Pepsi Max-deildinni hefur verið frestað vegna landsleiks Íslands og Færeyja í vikunni. Leikur KA og Breiðabliks mun ekki fara fram á mánudaginn 7. júní og sömu sögu er að segja af leik FH og Keflavíkur sem átti að fara fram sama dag.

Þessir leikir áttu upprunalega að fara fram um liðna helgi en var frestað vegna leiks Íslands og Mexíkó í Dallas. Þeim hefur aftur verið frestað, það má sjá á heimasíðu KSÍ.

Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur og Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eru í landsliðshópnum og gætu spilað gegn Færeyjum á föstudag. Eftir það er leikur gegn Póllandi þann 8. júní.

Leikur Vals og Víkings er áfram settur á 7. júní þar sem Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, fer ekki með í komandi landsleiki.

Möguleiki er á að leikjum sem settir eru á 12. júní í Pepsi Max-deildinni verði frestað vegna leiksins gegn Póllandi. Þann 12. júní á 8. umferð deildarinnar að hefjast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner