Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þór/KA vann í fimm marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA 3 - 2 Keflavík
1-0 Tiffany Janea McCarty ('43)
2-0 Sandra María Jessen ('53)
2-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('64)
3-1 Margrét Árnadóttir ('71)
3-2 Caroline McCue Van Slambrouck ('77)


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Keflavík

Þór/KA tók á móti Keflavík í fyrsta leik dagsins í Bestu deild kvenna og voru Akureyringar með mikla yfirburði fyrstu 20 mínúturnar án þess þó að koma boltanum í netið.

Keflavík var byrjað að ná góðri fótfestu undir lok fyrri hálfleiks þegar Tiffany Janea McCarty var ein á auðum sjó í vítateig Keflvíkinga og skallaði góða fyrirgjöf frá Huldu Ósk Jónsdóttur inn.

Sandra María Jessen tvöfaldaði forystu Þór/KA í upphafi síðari hálfleiks þegar hún fylgdi skoti eftir í opið mark.

Gestirnir frá Keflavík voru þó ekki á því að gefast upp og minnkaði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir muninn með laglegu marki eftir stórkostlega sendingu frá Ana Paula Silva innfyrir vörn Akureyringa. 

Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystu Þórs/KA á ný á 71. mínútu og minnkaði Caroline McCue muninn aftur skömmu síðar með frábæru skoti. Þarna voru fimm mörk skoruð á rétt rúmum hálftíma og staðan 3-2 fyrir Þór/KA.

Akureyringar komust nálægt því að bæta fjórða markinu við á lokamínútunum en það hafðist ekki og lokatölur urðu 3-2.

Þór/KA fer uppfyrir Keflavík á stöðutöflunni með þessum sigri og er með níu stig eftir sjö umferðir. Keflavík er með sjö stig.


Byrjunarlið Þór/KA:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
4. Arna Eiríksdóttir
6. Unnur Stefánsdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
14. Tiffany Janea Mc Carty
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Byrjunarlið Keflavík:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
0. Amelía Rún Fjeldsted
0. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
0. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
4. Maria Corral Pinon
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
34. Tina Marolt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner