Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Sigurbjörn Hreiðars hættir með Grindavík eftir tímabilið (Staðfest)
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Brynjólfsson hætta með Grindavík eftir tímabilið
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Brynjólfsson hætta með Grindavík eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, hættir með liðið eftir tímabilið en þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins í kvöld.

Sigurbjörn tók við Grindavík haustið 2019 eftir að liðið féll úr Pepsi Max-deildinni.

Grindvíkingar lentu í 4. sæti á fyrsta tímabili hans en nú situr liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar þegar þrír leikir eru eftir.

Hann og Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, munu báðir láta af störfum þegar samningar þeirra klárast eftir tímabilið og var það sameiginleg ákvörðun þeirra og stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur að þeir yrðu ekki áfram með liðið.

„Þetta hefur verið góður tími í Grindavík. Hér er frábær aðstaða, flott umgjörð og mjög skemmtilegur leikmannahópur. Sumarið hefur því miður verið svolítið stöngin út hjá okkur hvað varðar úrslit. Við fórum vel af stað og komum okkur í góða stöðu til að berjast um sæti í efstu deild. Það hefur hins vegar fátt fallið með okkur á síðustu tveimur mánuðum. Við þjálfarateymið fundum að verkefnið var ekki á réttri leið og óskuðum því ekki eftir því að halda áfram."

„Við förum með góðar minningar frá Grindavík og ætlum okkur að enda tímabilið með jákvæðum hætti,"
sagði Sigurbjörn.

Leitin að nýjum þjálfara mun hefjast eftir að tímabilinu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner