Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Gögnin fyrir Batshuayi bárust ekki tímanlega
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest er búið að missa af belgíska landsliðsmanninum Michy Batshuayi vegna þess að mikilvæg gögn fyrir félagsskiptin komust ekki til skila fyrir lok félagsskiptagluggans.


Glugginn er lokaður en það á enn eftir að staðfesta þónokkur félagsskipti þar sem menn munu vera að fram á nótt. Skjöl sem bárust knattspyrnuyfirvöldum fyrir gluggalok eru gild og verður unnið úr þeim á næstu klukkustundum.

Batshuayi verður því áfram hjá Chelsea nema að einhver önnur lausn finnist utan félagsskiptagluggans. Batshuayi er aftastur í goggunarröðinni hjá Thomas Tuchel, eftir Pierre-Emerick Aubameyang, Kai Havertz og Armando Broja í baráttunni um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu.

Forest er svekkt með þessar fregnir en stjórnendur munu ekki fara að gráta eftir að hafa fengið um það bil 20 leikmenn til liðs við félagið í sumar.


Athugasemdir
banner
banner