Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír leikmenn eiga enn eftir að koma til Forest
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest hefur verið ótrúlegt á leikmannamarkaðinum í sumar og mun vera búið að krækja í 22 leikmenn þegar glugginn lokar, ef allt gengur upp í kvöld.


Félagið er að ganga frá þremur öðrum leikmannakaupum í kvöld og verður þá búið að kaupa það sem jafngildir tveimur fótboltaliðum á sínu fyrsta undirbúningstímabili fyrir ensku úrvalsdeildina síðan 1998-99.

Varnarmaðurinn Loic Badé er að koma á lánssamningi frá Rennes með kaupmöguleika, bakvörðurinn Serge Aurier er að koma á frjálsri sölu og belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi frá Chelsea.

Forest er með fjögur stig eftir fimm fyrstu umferðir úrvalsdeildartímabilsins. Liðið sigraði West Ham og náði jafntefli gegn Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner