Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 14:34
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Erfitt að vinna á Anfield
Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast um helgina
Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast um helgina
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir stórleik helgarinnar er lið mætir Liverpool á sunnudag.

Liverpool er á toppnum eftir fyrstu sex leikina með 14 stig en City er í öðru sæti með 13 stig. Þessi lið eigast við á Anfield á sunnudag og verður það erfitt verkefni fyrir gestina.

„Ég skoða ekki töfluna fyrr en eftir tíu eða tólf umferðir. Þeir eru með eitt stig á okkur og það er ekki mikilvægt. Þetta eru mikilvægir leikir til að vinna þegar seinni hlutinn er skoðaður en það sem er mikilvæg er hvernig þú spilar og tilfinningin í liðinu."

„Við höfum verið að spila á háu stigi síðustu vikur og sérstaklega í síðustu tveimur leikjum. Þetta mun hjálpa í síðari hlutanum og sérstaklega í síðasta mánuðnum þegar þú ert að berjast um titilinn. Úrslitin skipta ekki öllu. Það er mikilvægt að vinna á Anfield en það er erfitt. Á síðasta tímabili unnum við í fyrsta sinn í mörg ár en þetta er áskorun."


Guardiola er viss um að Man Utd og Liverpool verði í titilbaráttunni í vetur.

„United verður þarna líka. Liverpool hefur verið í baráttunni síðan ég kom, kannski ekki á fyrsta ári mínu hér, en eftir árið þar sem við unnum með 100 stig þá vann Liverpool Meistaradeildina. Liverpool var alltaf þarna. Á síðasta tímabili voru þeir með mikið af vandræðum í varnarlínunni, annars hefði þetta spilast öðruvísi og sérstaklega af því við áttum aftur frábært tímabil. Síðustu fjögur ár þá voru bæði liðin þarna. Þetta er stórt hrós fyrir bæði félög en í ensku úrvalsdeildinni er ekki bara eitt eða tvö félög að berjast um titilinn, það eru mörg lið sem geta það."

Hann segir þá að Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, hafi hjálpað til við að gera hann að betri þjálfara.

„Hann hjálpaði mér og liðin hans hafa hjálpað mér að verða að betri stjóra. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er enn í þessu fagi. Það eru nokkri þjálfarar og Jürgen er einn þeirra sem skora á mann að taka skref fram á við. Hér á Englandi höfum við barist mörgum sinnum. Stundum vinnum við og stundum töpum við en allir leikirnir voru góðir og bæði lið með sömu hugmyndafræði, að skora mörk á mismunandi hátt."

Það verður þétt setið á Anfield um helgina og fagnar Guardiola því.

„Ég er mjög ánægður að það verður þétt setið á Anfield og við getum farið þangað og spilað leik. Það er notalegt að fólkið er komið aftur og við getum notið andrúmsloftsins."

„Ég veit ekki ástæðurnar af hverju við unnum ekki á Anfield í meira en átján ár. Á fimm árum mínúm hér þá var það af því þetta er magnað lið. Áhorfendur hjálpa auðvitað en þetta snýst um gæði andstæðingsins. Þegar þú vinnur ekki þá er það af því þeir eru svo góðir."

„Vonandi getum við nálgast leikinn á góðan hátt. Ég er viss um að leikmennirnir vilji frekar spila með stuðningsmenn á Anfield, heldur en ekki. Það er allt mikið líflegra og erfiðara,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner